Nezerilið mundað

Ég hef verið að rækta þetta fína kvef síðan á föstudag. Búin að bera mig ferlega illa og allt en ekki fengið eins ótakmarkaða samúð og ég hefði viljað. En samt smá aðeins. Wink

Komst þó að því að ég væri betur komin heima eftir hádegið en í vinnunni. Enda hef ég náð hellings árangri í að horfa á Cold Feet í dag. Sem er það eina skynsamlega sem hægt er að gera þegar nefið lekur svona og höfuðið virðist vera innpakkað í bómull. Sick

Ég plana að klára seríuna í kvöld og fara svo í háttinn og sofa í boði pektólin og Nezeril. Guði sé lof fyrir lyfjaiðnaðinn!!!

Atsjú!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessjú! :)

Nafna (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband