Ætli sé rigning?
18.8.2007 | 15:07
Núna þegar sumri er byrjað að halla amk svona ferðamannalega er byrjað að róast andrúmsloftið í gestastofunni. Áðan hafði varla nokkur hræða komið inn síðan fyrir hádegi en svo kom smá rigningarskúr. Og viti menn: allt fylltist af fólki, blautu og ráðvilltu. Á hálftíma seldi ég um 50- 60 póstkort og annað eins af frímerkjum. Svo skein upp á ný og fólkið hvarf eins og dögg fyrir sólu (kannski gufaði það bara upp í alvörunni? .
Minnir stundum á ísbúðina sem ég vann í einu sinni, nema öfugt.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég skil ekkert hvað útlendingarnir eru að kippa sér upp við nokkra íslenska dropa, eftir nokkra daga dvöl hérna í Köben þá er ég orðin sannfærð um að heima séu bara gróðrarskúrir. Svo var rigning í morgun og þess vegna fóru krakkarnir ekki út á vuggestuen hans Hrafnkels, mér varð hugsað heim til Krógabóls þar sem yngstu krakkarnir fengu kannski að vera inni ef það fór niður fyrir -8° en stærri krakkarnir urðu að þola -10° og ef það var rigning þá andvörpuðu konurnar bara og ráku þau út.
Edda Rós (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 17:47
Hehe (neisko ég fann smá hlátur, takk stelpur ).
Mér skilst á Jorrit að íslensk rigning sé varla til að tala um og íslenskt hagl sé líka hálfgert prump. Merkilegt að úllarnir séu svona lingerðir miðað við þetta.
En við erum nú af víkinga og villinga ættum
Elva Guðmundsdóttir, 24.8.2007 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.