Ferð í Kaupstaðinn
2.9.2007 | 15:52
Það er alltaf alveg ótrúlegt hvað mannlífið róast fljótt hérna við vatnið þegar haustar. Og núna eru alveg 9 mánuðir þangað til að æsingurinn byrjar á ný!!
Úff, ég vona að ég verði löngu flogin þá!
Við Steini stuð fórum á Eyrina í gær. Keyptum ritvinnslukerfi fyrir nýju græjuna og fórum í bíó. Mig langaði til að fara á Astropíu en barnið vildi fara á rottumyndina (ratta-eitthvað). Og það var alveg sama hvað ég reyndi að segja honum að rottur væru ógeðslegar og það væru alveg geislasverð í hinni myndinni, hann lét sig ekki! Meira að segja dugði plakattið fyrir utan bíóið ekki.
Svo við fórum á rottu-myndina. Hún var alveg ágæt og aðalsöguhetjan ekkert ógeðsleg þó ættingjar hennar voru það á stundum.
Mig langar samt á Astropíu!!
Svo versluðum við smá í Bókvali.
Athugasemdir
Má alveg mæla með Astrópíu, geislasverðið fær reyndar ekki að njóta sín mikið en það er margt annað gott í henni. Við sáum hana í gærkvöldið og mig grunar jafnvel að það væri hægt að plata Valdísi á hana aftur ;)
Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.