Vesenið á mér!

Jorrit er búinn að panta jólaflugmiðana þannig að nú get ég farið að telja niður.

Til þess að geta það ákvað ég að setja inn "niðurtalning til jóla" á síðuna. Það tókst nú ekki betur til en svo að þegar ég kom heim áðan var allt dottið út og síðan var eins og nýgerð.

Svo ég fór að vesenast og snúa öllu við. Og útkoman er svona: blátt og kalt.

Ég veit ekki hvort niðurtalningin hefur haldist inni. Það er kannski bara ágætt ef hún náist ekki inn á síðuna fyrr en eftir svona 6 vikur. Talan sem birtist er svo óbærilega há. Ég meina: 20 dagar búnir, 100 eftir. Úff Frown

Kannski snýst mér hugur á morgun.

Annars fór ég á Eyrina í gær til að ná í erfðaprinsinn.

Fór aðeins í Hagkaup fyrst og eyddi pening. Ég verslaði langþráða ryksugu á heimilið og svo Astrópíudiskinn sem er nú kyrfilega afritaður og stokkast núna fram og aftur í itunes.

Ryksugan hefur líka verið prófuð. Fjaðrafokið í stofunni er heldur minna og allar sængurnar eru núna loftlausar og pressaðar upp í skáp. Kannski ekki 75% minni en áður en amk 50% sem telur sko þegar maður kemst varla um svefnherbergið fyrir þeim! Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað varð úr með jólaflugmiðana? Er hann á leiðinni hingað eða þið út?

Valdís (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:14

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hann kemur hingað. Hitt hefði þurft aðeins meira skipulagningu og pælinga fyrir heimalinginn mig

Elva Guðmundsdóttir, 10.9.2007 kl. 20:32

3 identicon

Hæhæ á maður ekki að kvitta fyrir komu sína :)

Ég get lofað þér því að þessir 100 dagar munu líða hraðar en þú heldur. Ég er orðin expert í því að þvælast í burtu frá kallinum mínum og ég get lofað þér því að það er bara enn skemmtilegra að hittast aftur þegar maður hefur fengið tækifæri til að sakna ærlega :Þ

Annars settist ég niður um daginn og horfði á Clerks II - þvílík snilld :Þ og ég er búin að finna Discworld bækurnar á hljóðformi svo ætli við munum ekki hafa eitthvað til að ræða næsta sumar ;)

Íris landverja (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:10

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Sæl Íris og takk fyrir kvittið. Fínt að fá svona komment. Enda eru þetta núna bara 99 dagar. Þú hefur greinilega lög að mæla

Elva Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband