Harðjaxl

Nú er úti veður vont... og er að versna.

Auminga úllarnir sem detta inn til mín eru eins og hundar af sundi en reyna flestir að bera sig vel.

Sumir eru betri í því en aðrir.

Harðjaxl dagsins, vikunnar, mánaðarins og jafnvel sumarsins er án efa Paul.

Hann er búinn að hrekjast um Leirhnjúkssvæðið ásamt föruneyti seinustu 2 vikunnar. Í dag komu þau óvenju snemma niður af hnjúknum og heilsuðu upp á mig. Paul nú ekki sá hressasti en það má varla búast við því í þessu veðri. Þegar hópurinn var búinn að spjalla í dágóða stund spyr Paul mig hvort ég eigi nokkuð plástur.

Þá tek ég eftir að hann hafði vafið einhverju um hendina á sér og er að rífa það af á meðan hann fer bak við. Ég elti, agalega forvitin auðvitað, og kíki framhjá öxlinni á honum. Við mér blasir þessi líka skurður á handabakinu á honum. Ég hef ekki séð annað eins síðan að Bjarkey frænka þrusaði heygafflinum í gegn um ristina á sér um árið. Sick

Ég svitnaði og grænkaði en hafði það samt af (með töluverðu fumi nb) að búa aftur um sárið og sannfæra manninn um að fara til læknis. Þurfti reyndar ekki mikið til, held ég. Hringdi svo á vaktlækni á Húsavík, svona fyrst Paul gat nú ekki beðið með að slasa sig á skrifstofutíma.

Mér skilst að læknirinn hafi náð að bródera ein 4 spor í manninn sem er alveg ágætt.Whistling

Ég er líka öll að koma til. Ógleðin er öll að lagast og seiðingurinn í handarbökunum að minnka. En ugh, ef eitthvað er til þess fallið til þess að núlla blóðþrýstinginn á mér þá er það að sjá inn í kjöt á fólki.

Ég veit alveg að allir eru eins við beinið en ég þarf ekki að sjá það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl nafna!

Var að lesa upp síðustu 2 mánuði á blogginu hjá þér. Verð að kíkja á þig næst þegar ég kem í sveitina, kannski núna um helgina, þ.e. ef þú verður að vinna.

 Kveðja af eyrinni,

Elva

Elva Á. (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 22:58

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Sæl nafna!

Vonandi hefur lesningin verið til ánægju. Ég býst reynar ekki við að vinna næstu helgi (Guði sé lof og dýrð) en það er aldrei að vita hvort maður verður á svæðinu. Amk verður Þorgeir þar.

Elva Guðmundsdóttir, 26.9.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband