Fullur máni

Kjetkrókur stal hangikjötslæri úr Strax í dag. Hann flúði búðina á harðahlaupum og grýtti þýfinu svo inn um dyrnar á Mývatnsstofu þegar það fór að síga í.

Málið var settlað á milli Mývatnsstofu og Strax enda voru allir sammála um að Kjetkróki sé ekki alltaf sjálfrátt þegar kemur að góðu hangikjötslæri. Hann er haldin svokallaðri lærisfíkn.Devil

Líklegt er að þjófurinn sé núna niðurkominn í helli einhvers staðar í Dimmuborgum sem hann sefur vonandi fram í aðventu. Endilega gangið hljóðlega um Dimmuborgir þangað til.

Annað sem markvert var í dag var himininn. Hann var nefnilega málaður í dag. Af listamanni sem kunni ekki almennilega á þrívídd. En hafði afskaplega merkilegt litaskyn.Ýmislegt 006

Eða svo virtist

Og svo var máninn blindfullur í kvöld.

Es. Myndin hér við hliðina er ekki síðan í dag en sýnir svipað skýjafar bara ekki eins magnað og í dag.

Ees. Vegna áskorana: Jorrit tók annað prófið sitt í dag og gekk alveg agalega vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband