Gömul saga og ný
1.10.2007 | 17:27
Magni fékk að fara heim með vini sínum eftir skóla í dag. Þetta var þaulskipulögð heimferð. Menn ætluðu sko ekki að lenda í sömu vandræðum og seinast!
Ég var alveg hæfilega dugleg í vinnunni, finnst mér. Kláraði eina skýrslu og byrjaði aðeins á næsta verkefni.
Eða ég hélt að ég hefði klárað skýrsluna. Fékk svo einn feitann tölvupóst sem gekk illa í póstforritið. Þegar það fór á hliðina vildi það ekki opnast aftur svo ég ákvað að gera það sem er alsherjar lausn míkrósoft-notandans; endurræsa gripinn.
Eitthvað var undirbúningur undir endurræsingu undarlegur (og ef út í það farið ýmislegt annað klukkustundirnar á undan) því að allar fíniseringarnar á skýrslunni voru hvergi sjáanlegar. Alltaf jafngaman af því!
Hefði eiginlega átt að fara á Eyrina í dag en... æji... langt og svoleiðis.... og svo var það alltaf skýrslan góða!
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.