Á rúntinum

Við Þorgeir brugðum fyrir okkur betra hjólinu og renndum upp í Herðubreiðalindir í dag. Það vantaði að losa niður eitt skilti og henda inn í gám svo það fyki ekki út í veður og vind í vetur. Ferðin var tiltölulega létt og löðurmannleg og við hittum bara einn bíl á leiðinni. Nokkra unga menn sem ætluðu bara rétt að skreppa í Öskju. Þegar við komum að þeim voru grímurnar tvær greinilega að renna á þá. Þeir voru nefnilega ekki með bensín/olíu nema fyrir svona 3/4 leiðarinnar. Það þurfti ekki mikinn hræðslu áróður til að snúa þeim við.

Veðrið var ágætt en kyrfilega alskýjað og Drottningin sjálf setti á sig slæðu þegar við nálguðumst. Kverkfjöllin voru þó hæfilega uppljómuð í grámanum.

Okkur sýndist þó að heldur hafi glaðnað yfir hálendinu þegar við vorum á leið heim, en það er bara týbískt.

Ég náði þó nokkrum myndum og hér eru tvær: Þorgeir að setja hlerann aftur áDrottingin með slörið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!! Takk fyrir kommentið um daginn! Gaman að fá fréttir úr sveitasælunni :) Við Íris hefðum sko alveg verið til í að koma með í þessa ferð ;) Annars er hún í flugi akkurat núna frá Englandi og keypti meira að segja iPod fyrir mig svo ég þyrfti ekki endalaust að væla út hennar eigin ;) Við tókum myndakvöld á kaffihúsi áður en hún fór út og skiptumst á myndum og ég fékk listaverkið frá Þorgeiri af Belgjarfjallinu fagra ... beint á náttborðið ;) Mátt endilega knúsa hann frá mér - alveg þangað til hann fer að mótmæla múahahahaha  

Kveðja úr ys og þys borgarinnar :) 

Saga fyrrv. landverja (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 23:20

2 identicon

Hehe mig dreymdi ykkur Þorgeir í nótt :Þ Þorgeir var komin með heilan hóp af sjálfboðaliðum til að hjálpa sér að klára eldhúsið :Þ Saga var rétt í þessu að sækja Ipodinn sinn og situr örugglega núna einhvers staðar starandi á hann (hann er nefnilega svo klikkað flottur :Þ

Íris landverja (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Hey! Takk fyrir kommentin stelpur. Ég væri satt að segja alveg til í að fá eitt gengi af sjálfboðaliðum til að vinna í eldhúsinu, ætti kannski bara að skjóta þessu að Chas? Svona öðruvísi náttúruvernd.

Annars er Þorgeir núna á leið frá Króknum, hann var að prófa þetta frí sem allri voru að tala um. Ég skal skila kveðjunni, Saga.

Elva Guðmundsdóttir, 8.10.2007 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband