Hvernig er hægt að horfa EKKI út?

Ég fór aðeins í borg bleytunar á föstudaginn. Mætti einn fund og landvarðaslútt. Algerlega fínt eins og búast mátti við. Lærði td á nýmóðins þrifagræjur við að þurrka upp smá guðaveigar sem reyndu að flýja örlög sín.Whistling

Svo fór ég svo Kringluna á laugadag og náði að brenna smá pening.

Það var smá spenna í samband við flugið heim, veðurspáin agaleg og ófært til Egilstaða. En Akureyri lá greinlega betur fyrir vindi svo við fórum í loftið á réttum tíma og allt.

Á leiðinni var þetta þvílíka útsýni. Nánast engin ský og hæfilega mikill snjór á jörðu svo öll jarðsaga Íslands blasti við út um gluggann. Ég meina; ég er næstum viss um að ógeðslega háa fjallið sem ég sá lengst í suðaustri hafi verið Öræfajökull! Ef ég hefði setið hinum megin í vélinni hefði ég líklega getað séð Jorrit í Bandaríkjahreppi!InLove

Og svo var fullt af allskonar öðrum jarðmyndunum sem sýndu sig. En þegar mér varð á að skoða samferðamenn mína sá ég að fyrir utan mig voru alveg tveir sem horfðu út um gluggann! Hitt liðið var með nefið grafið ofan í mogganum eða pappírs-Skýinu. Eins og það sé ekki hægt að kynna sér samruna orkufyrirtækja á jörðu niðri? Og koma svo heim og segja "Flugið var svona lala, svolítil ókyrrð yfir fjöllunum"

Æji greyið þau, segi ég bara.GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var líka svona þegar ég flaug framhjá eldgosinu forðum daga. Flestir annað hvort sváfu eða voru að lesa eða eitthvað. En útum gluggann sá maður eldingar og glæringar og þetta var rétt rúmlega geðveik upplifun. 

Edda Rós (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Talandi um að eyða tímanum í vitleysu!!

Elva Guðmundsdóttir, 11.10.2007 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband