Snjókoma - Oh, Joy!

Já, það snjóar hér upp á hálendinu í dag.

Þetta er nú frekar órómatísk snjókoma. Lítil snjókorn sem koma niður með svona 45 til 30 gráðu halla, ef miðað er við jörðina. Og allt grátt.

Ég veit ekki... ég er einhvern vegin ekki í stuði fyrir snjó. Vil miklu frekar hafa áfram veðrið sem var í gær og fyrradag: Kalt, bjart og stillt. Og hálkulaust.

Fór og rölti upp á Hverfjell í gær í tilefni af veðrinu. Þurfti sko að skoða syðri uppgönguna. Afskaplega var það nú sniðugt af mér að grípa tækifærið amk miðað við veðrið í dag. Tók helling af myndum en var samt ekki nema klukkutíma og 20 mín í túrnum. Sem er ágætt miðað við þvílíkt letiblóð ég hef verið undanfarið.Hverfjall.29.10.07 027


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Oh, og núna er kominn skafrenningur líka! Það var þvílík unun að labba heim. Rifjaði upp hrakninga forfeðranna og losaði mig við hverja einustu umfram húðflögu af andlitinu (og nokkrar sem voru ekki svo mikið umfram)

Elva Guðmundsdóttir, 30.10.2007 kl. 17:13

2 identicon

Sæl nafna!

Skömm að vera ekki búin að ná að heilsa upp á þig í Mývatnsstofu enn. En það kemur vonandi einn daginn.

Kveðjur úr hörkufrosti á Akureyri.

Elva hin (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 12:39

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, segðu, nafna! En þetta hlýtur að hafast á endanum. Ekki það að þú ert auðvitað velkomin í heimsókn í Lynghraunið ef þú átt leið um utan opnunartíma

Elva Guðmundsdóttir, 2.11.2007 kl. 11:49

4 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hverfjell - hver féll - hver datt? Enda Hverfjallsnafnið víst upphaflega prentvilla á dönsku landakorti - eða dönskusletta, hver veit, hvers vegna ætti að taka Dani sem átórítet í fjöllum?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 5.11.2007 kl. 19:48

5 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Segðu, Ingólfur. Allt sem stendur hærra upp úr landslaginu en 5 hæða blokk er sennilega fjall í Danaveldi. Annars er "fjell" nýyrði sem ég las í landvarðaskýrslu einhvern tímann. Það að er reyndar algjör synd að vera svona léttúðug með nafn þessa gígs því hann er algerlega óviðjafnanlegur, bæði hann sjálfur og útsýnið af honum

Elva Guðmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband