Af hverju ég bloggaði ekki um afmælisveisluna í gær.
11.12.2007 | 18:07
Það var heljarinnar partý í gær. Með bleikri köku og alles.
Mikil gleði og mikið gaman hjá afmælisbarninu og félögum.
Mamma kom og aðstoðaði við að uppvarta ofan í veislugesti og að halda friðinn þegar menn gerðust óþarflega æstir í leiknum.
Takk fyrir það mamma!!
Ég gleymdi að taka myndir af afmæliskökunni (sem var þó ég segi sjálf frá, alveg mega flott) og þegar þorpararnir fóru heim til sín kl 6 hafði ég ekki nokkra orku til að tjá mig um atburði dagsins.
Ástæðan var Karíus og Baktus, eða afleiðingar af þeim.
Tannverkurinn sem hafði verið að smá aukast seinustu daga fór algerlega á fullt þegar ég settist niður. Áii!! Mín fyrsta tannpína. Nú veit ég hvað svoleiðis er, en fróðlegt *hóst*
Eftir frekar svefnlitla nótt, sunnan rokið var sko ekki að hjálpa til, skreiddist ég í síman og grét í tannlæknadömunni þangað til að ég fékk tíma eftir hádegið. Þvílík gleði!!
Og núna er deyfingin að fara úr og ég er einni dauðri tannrót fátækari. Svo get ég hlakkað til fyrstu rótfyllingarinnar minnar á nýju ári. Eintóm gleði! Stundum er gott að eiga smá varasjóð því miðað við hvað hálft baðker af bráðabyrgðafyllingu (stór tönn), nokkrir desilítrar af deyfilyfi (eða svo fannst mér) og smá byggingarvinna (mokstur, borun, púss og uppfylling) kostaði sitt. Ég sé fram á nokkrar slíkar færslur áður en þetta verði yfirstaðið.
En núna get ég ráðist á jólasteykina án þess að engjast um af kvölum á eftir. Húrra fyrir því!
Athugasemdir
Bleik kaka? Meinarðu í stelpulit? Hvernig gerðist það?
Valdís (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 20:04
Já, finnst þér ekki, Álfhildur? Ég fór algerlega fram úr sjálfri mér þarna, hélt að mig langaði bara í geisladisk eða eitthvað...
Í sambandi við kökuna þá er bara ekki rétt að búa til blátt jarðaberjakrem! Það eru allir hér sammála um það. Markmiðið var nefnilega bragðið (bleikt krem=jarðaberjakrem). Það var nú alveg merkilegt að sjá viðbrögð strákahjarðarinnar (+ ein stelpa) við kökunni. Þeir kvíuðu af gleði og voru allir sammála um að kakan væri hellings flott. En það verður að viðurkennast að kakan var ekki bara bleik. Hún var líka með skreittum piparkökustöfum (MAGNI 8 ÁRA) og löngum kertum sem komu neistar úr. Annars var mamman næstum búin að búa til 6 í staðin fyrir 8 og setti 9 kerti á kökuna. Hún kennir tannverkinum um
Elva Guðmundsdóttir, 11.12.2007 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.