Ár og dagur
11.2.2008 | 20:49
Já, einmitt!!
Svo merkilegt sem það er þá er ár og dagur síðan ég asnaðist til að mæta á þorrablót seinast. Og það dró svo sannarlega dilk á eftir sér. Því þar var Jorrit, alveg tilbúinn til að bjarga konu í sjálfsköpuðum vandræðum. Sem betur fer höfum við ekki gert það að vana síðan, hann að bjarga mér also, en þetta eina skipti var alveg nóg fyrir mig. Hef ekki losnað við manninn síðan, enda hefur mér ekki langað til þess.
Ég vona bara að við verðum heldur nær hvort öðru á næsta afmæli.
En hér er fín mynd af sönnunargagni A:
Sko, mér var bara ekki undankomu auðið
Athugasemdir
Ert þú dilkurinn og Jorrit sem dró þig, eða er Jorrit dilkurinn sem þú dróst á eftir þér? Bara að pæla
Til hamingju samt, bæði tvö!
Valdís (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 08:11
ja sko mig minnir að á þessu umrædda þorrablóti þá hafi Elva definetly verið dilkurinn sem að hann dró á eftir sér. Hvað varðar sambandið í heild þá má kannski segja að Jorrit sé dilkurinn því að hann þurfti að vesenast með að flytja til annarra heimsálfa og eitthvað svoleiðis... Þetta er allt spurning um samhengi.
EN já tíminn líður hratt...
Edda Rós Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 13:02
LOL
Ég held að Edda hafi svarað spurningunni ágætlega
Elva Guðmundsdóttir, 12.2.2008 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.