Sól, sól skín á mig...

Nú getur farið að vora því í dag var fyrsti dagurinn á árinu sem sólin skein inn um eldhúsgluggana hjá mér. Það gerði hún í um 15 mínútur og dugði það til þess að hækka hitann þar um svona 10 °c og fá mig til að óska eftir skýi. Cool

En nú verð ég að búa mig undir breytta tíma. Verð að færa fuglana, þurrka oftar af og kveikja á viftunni.

Þetta er nú samt þess virði því núna hlýtur að fara að vora, ég bara finn það á mér... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh, það er nú bara febrúar ennþá, ég get lofað því að það á eftir að koma vetur amk einu sinni í viðbót

Ragna (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 18:02

2 identicon

Vitiði hvað! Ég held barasta að það sé komið vor hérna, amk þá er allt gras grænt, vorrigningar byrjaðar, blóm farin að skjóta upp kollinum og þið vitiði það er kominn svona smá vorilmur í loftið. Annað merki um að það sé komið vor eru öll sumarblómin og fræin sem eru komin í búðirnar!

Annars er ykkar sárt saknað, pjakkurinn á það til að segja uppúr þurru "Magni Steinn langt, langt í burtu" frekar sorgmæddur.  

Edda Rós (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:14

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Æji, við söknum ykkur nú við og við. Það verður nú að viðurkennast.

Og, já Ragna það er amk einn vetur eftir, ég á nú eftir að eiga afmæli og svo eru það náttúrlega páskarnir en þá sitjum við Magni ein í hríðinni

Elva Guðmundsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband