Nokkrar myndir og þannig
9.4.2008 | 19:01
Ég fór á smá skreppitúr á embættisbílnum í gær. Veðrið var svona um frostmark og þið megið geta þrisvar hvert ég fór. Fallegt kögur er það ekki?
Þegar ég hlóð þessari inn á Blánna fann ég aðra sem var tekin þegar Magni var á leið að gista hjá Viktori um daginn. Ef barnið reynir að segja ykkur að hann sé látinn þræla við að þrífa gólfið með tannbursta þá er það EKKI satt
Athugasemdir
Hmm hvort á maður að trúa stóru systur sinni sem maður veit af reynslu að hefur alveg getuna til að pína 8 ára börn (ég man hvað þú varst með langar neglur...), eða litla saklausa frænda sínum sem hefur ekki verið kynntur fyrir skelfingunni sem getur fylgt því að eiga eldri systkini...
Ég þekki þig....
Edda Rós (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 08:27
Ja, sem betur fer hefur maður þroskast eitthvað í gegnum árin
Elva Guðmundsdóttir, 10.4.2008 kl. 21:35
Óskaplega er maðurinn þreytulegur og boginn. Er eitthvað í gangi þarna uppfrá sem við vitum ekki um?
Stattu þig Magni Steinn.
Kveðja Pabbi/afi
Pabbi (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 22:08
Hehe ég vona að þú hafir þroskast eitthvað á þessum *muldur* árum sem hafa liðið... Svo skilst mér að sonur þinn sé öllu auðveldara barn heldur en ég var *hósthóst*
Svo er náttla spurning hvort að Magni Steinn væri svona auðvelt barn ef hann hefði þurft að alast um með svona eldri systur einsog ég... (miðjubarnasyndromið alveg að drepa mig, hehe)
Edda Rós (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.