Amk eldri

Annar í afmæli fór ágætlega fram. Akureyrarferð með dekkjaskiptum og tannlækni. Kom líka hleðslutæki á Rögnu systur sem launaði greiðan með leiðsögn um MA. Það tók nefnilega smá göngutúr að finna stærðfræðimærina Valdísi.

Fyrsti í afmæli var alveg ágætur. Byrjaði daginn með rafrænu, heimatilbúnu, afmæliskorti frá Eddu og co. Svo fékk ég skemmtilega mikið af skilaboðum og símhringingum. Meira að segja sendi Magni sms í gegn um netið. Þegar börnin fara að senda manni afmæliskveðjur í símann er nauðsynlegt að átta sig á því að þau eru engin smábörn lengur.Tounge

Svo buðu Ma&Pa okkur í mat. Rauðsprettan rann ljúflega niður sem og grilluðu banarnir.

Bara fínt allt saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með afmælið nafna!

Elva (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Takk fyrir það, nafna

Elva Guðmundsdóttir, 25.4.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband