Laugadagsverkin
4.11.2006 | 18:42
Ég vaknaði heima hjá mér í morgun. Þetta ku nú ekki að vera stórfréttir en ef haft er í huga að í dag er laugdagur þá er það pínulítið merkilegt.
Ég ætla heldur ekkert í ferðalög eða láta passa afkvæmið þessa helgina. Var reyndar búin að klára pössunarkvótann í gær þegar Ragna mætti eftir hádegið til að hafa auga með Magna. Ég var nefnilega á stórmerkilegu Heilsuferðaþjónustu málþingi niðri á Húsavík og kunni illa við að láta barnið sjá um sig alveg sjálft.
Við Magni tókum því rólega í morgun og þegar við vorum búin að því minnkuðum við óreiðuna í húsinu um heilann helling. Núna má nánast borða af eldhúsborðinu í Lynghrauninu
Svo ákváðum við að renna í Teiginn enda þýðir lítið að eyða HEILLI helgi heima hjá sér.
Annars fjárfesti ég í ægilega sætri ljósaseríu í gær. Hún er komin upp á vegg og þjónar nú hlutverki höfðagafls yfir rúminu mínu. Ekkert smá rómó og krúttlegt og fær svefnherberið til að vera aðeins minna eins og á heimavist. Þá er bara eftir að festa myndina upp á vegg og kaupa fatastand... afsakið... stól til að hafa við rúmið.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.