Norðurmýrarfílingur
30.4.2008 | 17:35
Það er allt að koma til í hitamálum hjá okkur Magna, núna þegar búið er að skipta um allskonar pípur og loka í kyndiklefanum. Ég lærði nýtt orð í dag: Danfossloki. Það er nefnilega frekar hamlandi fyrir félagslega auðmagnið ef maður talar um "þetta-gráa-þarna-sem-maður-fiktar-í-til-að-fá-meiri-hita".
En núna er húsið að þorna smá saman.
Og oj...
Lyktar eins og gamall blautur hundur sumstaðar en annars staðar eins og gömul tuska.
Ætli það sé gamall Mývetningur hangandi á skólplögninni?
Hann mætti reyndar ekki vera mjög gamall þar sem ég held að flest lífrænt efni umbreytist frekar hratt í jörð hérna. Svo notalega hlýtt.
En ég get allavega opnað glugga núna og hætt að hamstra hitann.
Magni og Viktor hafa nú ekki látið þetta vatnsvesen trufla sig mikið. Þeir hafa verið að byggja metnaðafyllsta sköpunarverk sitt hingað til; risa kall úr lego. Nú er hann tilbúinn og ég mátti ljósmynda snilldina og setja hana á netið. Svo Volla!
Athugasemdir
Þessir drengir eru snillingar!!! Mikið er kallinn flottur og stór. Magni og Viktor eru flottastir!
mamma (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:13
Hehe, nei sem betur fer eru lego-kubbar nokkuð harðgerir. Ég skal koma hrósinu til skila
Elva Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 22:38
Flottur kall hjá köllunum. Það væri reyndar gaman að sjá hann í samhengi við eitthvað svo að maður átti sig betur á stærðinni...
Edda Rós (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 09:22
Já kallinn er flottur. Kannski hálfur meter á hæð?
Valdís (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 11:09
Glæsilegur lego-kallinn. Ef þetta er innblástur sem maður fær þegar hann er að taka til, þá er um að gera að taka til oftar. Eða kanskí er kallinn hannaður til að verja strákana fyrir mæður sem eru alltaf að láta þeim laga til?
"Ætli það sé gamall Mývetningur hangandi á skólplögninni?" ...
Ég vill benda á að það hefur ekki sést í ´kærustinum´, hann Hollendingurinn, lengi. Eitthvað samhengi með lyktin?
Jorrit (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.