Sumar nr 1 og sól
7.5.2008 | 22:54
Það er búið að vera snilldarveður í Mývatnssveitinni seinustu daga. Miðað við spánna er þetta sumar nr 1 og því líkur um helgina. Vonandi verður ekki langt í sumar nr 2.
Það er búið að vera fullt að gera í vorverkum og stóradags verkum. Ég ætla að smella inn einni mynd sem Bergþóra, nýji Landvörður Mývatns, tók af moi eftir smá moksturtörn við Leirhnjúk á mánudaginn. Það gengur ekki að láta túrhestana öklabrjóta sig á göngustígunum!
Nb. ég náði að sólbrenna smá bæði á mánudaginn (bakinu) og í dag (andlitinu)
Athugasemdir
Varstu ber að ofan?? Hvernig tókst þér að brenna á bakinu?
Ragna (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 00:14
Var í frekar flegnum hlýrabol þannig að bakið var bert niður að brjóstahaldara
Elva Guðmundsdóttir, 8.5.2008 kl. 09:10
Hérna megin eru bara allir að vera sólbrúnir og sællegir, enda búið að vera sumar í einhverjar 3 vikur núna (og það sér ekki fyrir endan á því...)
Edda Rós (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.