Lítið að ske
22.11.2006 | 21:20
Það er rólegt í henni Mývatnssveit núna. Amk þegar kemur að mér. Enda væri annað kannski ekkert gott. Hvað gæti svo sem skeð?
Nú jæja, ég sá manni bregða fyrir um daginn sem ég hafði ekki séð síðan á seinasta hlýskeiði. Ég var farin að halda að viðkomandi ferðaðist um neðanjarðar, því það væri ekki einleikið að rekast aldrei á hann, i 400 manna samfélagi. En þarna var hann skyndilega að taka bensín. Grunsamlega syfjulegur og illa til hafður. Örugglega að sofa yfir sig. Ég hugsaði málið smá en sá mér ekki annað fært en að halda upp á tímamótin með SMS þar sem ég hældi honum fyrir "right out of bed" lúkkið. Ok kannski ekki hældi
Fékk ákaflega kurteist svar, enda maðurinn kurteis þegar aðrir sjá ekki til. En ég er akkúrat öfugt; ókurteis í einrúmi þannig að ég býst við að sjá hann næst þegar fer að hlána
Ekki alveg það sem ég var að reyna að gera en ég ræð greinilega ekki við óþokkann í mér.
Ówell
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.