Jólastúss og dularfullar viftur

Ég fór í jólaleiðangur í dag. Kannski svolítið snemmt en þetta var liður í að gera sveitina töfralega fyrir jólin. Verð að viðurkenna að ég var ekki í jólastuði í dag. Varð nánast eins þreytt eins og ég var seinast þegar ég ætlaði að jólastússast. En þá var ég með áfengiseitrun en nú hef ég enga afsökun, var ekki einu sinni illa sofin!

En ég náði þó að kaupa seríur og kerti svo og klakajólatré úr plasti handa Magna. Það er með ljósi inní sem skiptir um lit. Alveg merkilega sætt þegar það er komið heim Happy

Það skeði sá furðulegi atburður heima í gær að vifturnar í loftinu fóru í gang. Það er ein inni í eldhúsi og önnur á baðinu og ég get svarið að þær hafa hvorugar bifast síðan að ég flutti inn. Og alveg örugglega ekki í haust þegar hitinn náði 40 °c í eldhúsinu á stundum. Þær voru bara í gangi þegar ég kom heim og ég hef ekki hugmynd um hvað skeði. Né hvar sé hægt að slökkva á þeim. Það er nefnilega eiginlega dragsúgur í eldhúsinu núna.

Ég lagaði líka sturtuna í gær. Tók blöndunartækin af og hreynsaði helling af sandi úr þeim!! Hvaðan sem hann kom? Náði reyndar að rífa niðurfallið úr sambandi svo að það flæddi vatn út um allt baðgólf en reddaði því enda pípari af guðs náð Cool

Núna get ég farið í almennilega heita sturtu. Verst er hvað sturtuklefinn lekur og það hefur ekki lagast með auknum krafti í sturtunni. En ef allt væri fullkomið hefði maður ekkert til að kvarta yfir. Og það væri nú synd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband