Naflaskoðun
24.11.2006 | 22:41
Þótt ég sé ekki komin í mikinn jólaham þá er ég einhvern vegin komin í áramótaham þessa dagana.
Hvernig er áramótahamur mun kannski einhver spyrja? Jú, maður er í áramótaham þegar maður finnur fyrir ákafri þörf fyrir að gera samantektir á lífi sínu. Sérstaklega samantektir sem spanna eitt ár. Þessu fylgir ákveðið naflaskoðunarferli þar sem ástæðurnar fyrir öllu saman eru krufnar niður í frumeindir sínar í leit af lausnum og skýringum. Síðast en ekki sýst fer maður að heita sér þessu og hinu; héðan í frá ætla ég ekki/aldrei/alltaf að gera X.
Gallinn er að þessar áramótapælingar eru eiginlega mánuði of snemma, svona blogglega séð. Það er nefnilega gráupplagt að gera svona "best off" lista í endaðan desember en ekki endaðan nóvember. Þannig að ég verð að sitja á mér með svoleiðis.
Svo vitum við alveg hvernig fer fyrir því sem er krufið í frumeindir.
Athugasemdir
Þú getur náttla punktað eitthvað hjá þér núna og gert svo nýja endurskoðaða útgáfu eftir mánuð ;)
Edda Rós (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.