Dýrasögur

Fyrir óreynda íslendinga, eins og Magna og mig, er Suður Karólína alveg vaðandi í allskonar kvikindum.

Allskonar skorkvikindi, köngulær og þesslags eru út um allt.

Fuglarnir eru náttúrulega færri en það sem við eigum að venjast, en fleiri tegundir. Núna eru kanadagæsirnar td nánast búnar að taka yfir flugvöllinn. Þær eru örugglega búnar að sjá að völlurinn væri ekki nægilega nýttur undir vélfuglaflugæfingar. Gammar hnita hringa yfir okkur, og skógardúfur hoppa í kringum okkur.  Við heyrum í ránfuglum í skóginum og Blue Jay-fuglar hreiðra um sig í trjánum.

Það er allt vaðandi í villiköttum. Þeir eru nú ekki komnir af villiköttum í langferðartali því þeir eru hvítir, svartir og bröndóttir. Reyndar frekar margir hvítir, kannski var einhverskonar hvítur Greebo á svæðinu. Þeir eru ekki mjög krúttlegir, margir hverjir. Frekar horaðir oft og aumingjalegir. Í skóginum er víst White tail deer. Þvottabirnir og pokarottur finnast hérna víst líka.

Svo eru það skriðdýrin og froskdýrin.

Hérna er víst urmull af þeim. Við Magni sáum grænan grassnák um daginn. Alveg agalega grænan! Við Jorrit sáum um daginn einhvern svartan og rauðan um daginn og í dag sáum við eins og hálfsmetra langan King snake. Og auðvitað var engin myndavél til staðar í öll þessi skipti.

Á leiðinni í flugskólann gengum við Jorrit fram á agnarsmáa svaka græna eðlu. Engin myndavél.

 Fyrir utan græna trjáfroskinn um daginn erum við búin að sjá körtur og þvílíkan helling af halakörtum.

Um daginn fórum við Magni í göngutúr, veiddum upp nokkur froskaegg og núna eru þau að klekjast út. Þær eru agalega sætar svona eins og ponsulitlir fiskar syndandi í plastdallinum sínum. Vonandi verða þær ekki fyrir einhverjum alvarlegum skakkaföllum. Við ætlum reyndar ekki að eiga þær lengi því þegar þær verða stórar höfum við ekki nægilega góðar græjur til að halda þær. En þetta er mjög áhugavert fyrir okkur mörlandana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér vel með gæludýraeldið

Álfhildur (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 16:21

2 identicon

Hvernig gengur að búa til heimasíðu fyrir Magna?

mamma (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Er í vinnslu, er í vinnslu, mamma

Elva Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband