Moskítóflugur: 12, Ég: 0

Við fórum aðeins í verlsunarferð í gær. Fundum ekki það sem við vorum að leita að en á leiðinni til baka ákváðum við að skoða þetta "Historic Down Town" sem er auglýst út um allt í Conway. Asnalegt að fara án þess að skoða það eina sem gæti verið merkilegt í þessum bæ.

conway_003.jpgVið fundum einhverja göngubrú og smábátahöfn við Waccamaw ánna sem er áin sem liggur með fram bænum. Þar var líka smá grasa (trá) garður. Pínu sætt en agalega stutt í eitthvað sem er ljótt og niðurnýtt.

Á leiðinni heim fór mér að klæja í fæturnar. Þegar heim var komið taldi ég 12 moskítóbit á löppunum á mér! Það er meira hvað flugunum finnst blóðið í mér heillandi! Eitthvað annað en flugurnar í Mývatnssveit.

Kosturinn er þó að svo virðist að ég virðist veita Jorrit og Magna smá vörn því þeir fengu ekki eina stungu. Samt var Magni í stuttbuxum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Þær eru ekki smá bólgnar, þessar stungur! Ég meina; það er hægt að greina þessa sem er rétt fyrir ofan hné vinstra megin Í GEGNUM GALLABUXURNAR!

Elva Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:18

2 identicon

Ég kann ráð við því. Þú borðar bara það sama og í Mývatnssveit . Greinilega verið einhver óþverri (fyrir flugur)

Álfhildur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband