Moskítóflugur: 12, Ég: 0
28.8.2008 | 19:45
Við fórum aðeins í verlsunarferð í gær. Fundum ekki það sem við vorum að leita að en á leiðinni til baka ákváðum við að skoða þetta "Historic Down Town" sem er auglýst út um allt í Conway. Asnalegt að fara án þess að skoða það eina sem gæti verið merkilegt í þessum bæ.
Við fundum einhverja göngubrú og smábátahöfn við Waccamaw ánna sem er áin sem liggur með fram bænum. Þar var líka smá grasa (trá) garður. Pínu sætt en agalega stutt í eitthvað sem er ljótt og niðurnýtt.
Á leiðinni heim fór mér að klæja í fæturnar. Þegar heim var komið taldi ég 12 moskítóbit á löppunum á mér! Það er meira hvað flugunum finnst blóðið í mér heillandi! Eitthvað annað en flugurnar í Mývatnssveit.
Kosturinn er þó að svo virðist að ég virðist veita Jorrit og Magna smá vörn því þeir fengu ekki eina stungu. Samt var Magni í stuttbuxum.
Athugasemdir
Þær eru ekki smá bólgnar, þessar stungur! Ég meina; það er hægt að greina þessa sem er rétt fyrir ofan hné vinstra megin Í GEGNUM GALLABUXURNAR!
Elva Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 00:18
Ég kann ráð við því. Þú borðar bara það sama og í Mývatnssveit . Greinilega verið einhver óþverri (fyrir flugur)
Álfhildur (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.