Þar sem blautir vindar blása
2.9.2008 | 17:30
Ég myndi ekki vilja búa á Kúbu núna.
Hvert óveðrið eftir annað gengur yfir eyjunna. Fay, svo Gustav, núna er Hannah að munda sig við ströndina. Og svo er einhver Ike að bruna yfir Atlandshafið. Eyjabúar munu verða orðnir góðir í stafróinu ef heldur áfram sem horfir.
Þessar fellibyljaspár eru samt svolítið á reiki. Svo virðist sem veðurfræðingarnir hendi bara spásteinum upp í loftið og lesi úr þeim. Eða kíki í bolla. Með Gustav voru þeir bara vissir um að hann færi áfram, svona þannig lagað, amk ekki afturábak.
Ég hugga mig aðeins við þetta, nú þegar spár segja að Hannah (sem núna dettur úr og í að vera 1. stigs fellibylur) muni hugsanlega renna sér norður eftir Flórída og taka land í Georgíu eða Suður Karólínu. Veðurfræðingurinn sem við vorum að horfa á áðan vildi helst veðja á einhverstaðar á milli Georgetown og Myrtle Beach. Hérna má sjá hvað ég er að tala um: View Larger Map (Þið þurfið að skrolla aðeins inn til að sjá).
Ég vona bara að Jorrit komist í próf fyrir þessi óskup öll því að það er víst ekkert sérstakt flugveður við þessar aðstæður.
Svo er alltaf séns á að Hannah sleppi alveg því að koma við hjá okkur og fari bara beinustu leið heim til ykkar
Ef það kemur gott rok eftir svona 10 daga þá vitið þið hvaðan það kemur.
Athugasemdir
Já ég hugsa til þín ef það hvessir hjá mér
Álfhildur (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.