Flugnarækt fyrir froskaræktina
5.10.2008 | 00:13
Það er merkilegt hvað sumar ákvarðanir geta leitt mann.
Vegna þess að við ákváðum að taka sumar halakörturnar með okkur suður þá sitjum við allt í einu uppi með 8 litla og gráðuga froska. Ein halakartan er ennþá syndandi og afsaplega hamingjusöm ein í halakörtubúrinu.
Og hvað borða froskar?
Jú, þeir borða allt sem hreyfist og er nógu lítið til að koma inn í munninn á þeim.
Eftir smá rannsóknarvinnu ákváðum við að versla bananaflugur í matinn handa kvikindunum. Meira að segja bananaflugur sem geta ekki flogið því hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín. Við höfum áttað okkur á því 8 froskar geta étið þvílík ósköp af bananaflugum. Fjórar flugur á frosk er ekkert fyrir þessi átvögl.
Svo við fórum í rannsóknarvinnu á ný og núna erum við að gera tilraun með bananaflugnaræktun sem ku vera frekar auðveld. Svo gæludýraræktin vindur upp á sig.
Gallinn við bananaflugur er líka sá að þær eru frekar smáar. Þær eiga það til að sleppa út úr búrinu. Vegna þessa leituðum við í klukkustund í Wal-Mart af flugnaneti. Það fannst í vefnaðarvörudeildinni.
Svo erum við búin að útbúa foss í búrinu þeirra og gróðursetja plöntur til að hafa kósí. En froskunum er næstum sama. Þeir klifa helst upp á brún á bakgrunninum eða á brúnina á búrinu og kúra þar á daginn.
Þeir eru nefnilega trjáfroskar. Okkur var byrjað að gruna það þegar afturfæturnir fengu þessar fínu klifurtær. En um leið að þeir gátu klifrað upp úr vatninu klifruðu þeir upp í rjáfur. Ég las mér til um Karólínska trjáfroska og þeir eru víst gráir amerískir trjáfroskar. Slíkir froskar eru algengir um stóran hluta BNA og í suður hluta Kanada. Afskaplega harðir af sér. Framleiða meira að segja "frostlög" á haustin ef þess þarf.
Þeir geta líka breytt um lit eins og seinna nafnið þeirra segir til um. Einn þeirra hélt sig í horninu á malarbingnum í búrinu á meðan hann var að breytast. Ég hélt að hann hefði depist því að hann var orðinn alveg gulur en nei... hann var bara orðinn alveg eins og mölin á litinn til að fela sig. Svo verða þeir grænleitir þegar þeir sitja á plöntunum og gráir ef þeir eru uppi á kanntinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.