Það haustar hér sem annars staðar

Þegar við Magni gengum í veg fyrir rútuna var kuldalykt í loftinu. "Hvaðan kemur þessi kuldi?" spurði barnið og hryllti sig.

Það er ekkert skrítið að hann spurji. Seinustu mánuði hefur hitinn ekki farið niður fyrir 25 gráðurnar í nánasta umhverfi hans. Börn eru svo fljót að aðlagast.

Hitinn á mælinum var 22 gráður þegar ég kom aftur heim. Ekki það sem við mundum kalla kalt en lyktin var samt til staðar.

 Það er nú samt ekki laust við að við séum byrjuð að sakna vetrarins, frostsins og snjósins. Svona er maður aldrei ánægður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið mættuð fá eitthvað af hríðinni hér. Við erum farin að geyma bílana fyrir framan Hrísateig 2 og þaðan suður úr því að gatan er ófær. Það er búið að hríða meira og minna síðan á föstudag.

mamma (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband