Gey
28.10.2008 | 20:04
Magni á að fara með smábarnamynd af sér í skólann á morgun. Við könnuðum málið og fundum enga í tölvunni. Magni er nefnilega svo aldraður að myndir voru framkallaðar þegar hann var ungur.
Svo við leituðum hjálpar á venjulegum stað: Afi og Amma.
Og auðvitað reddaði Afinn þessu!
Ég var að skoða myndirnar í morgun. Agalega var maðurinn sætur! Eftir smá tíma heyrðist í Jorrit sem sat í stofunni: Ég kem ekki nálægt þér næstu vikurnar! Það sést hingað eggjasvipurinn á þér!
Hva!?
Ég var bara að rifja upp hvað Magni var skemmtilega þægilegur á þessum aldri. Hvaða paranója er þetta?!
Það hjálpaði ekkert að þegar ég var að skoða hljómaði lag sem ég held að heiti "Búum til börn" í internetútvarpinu og það festist svona ferlega í hausnum á mér. Því fékk ég augnatillit reglulega klukkutímann á eftir þegar brot af laginu hrökk upp úr mér við og við.
Ef þetta virkar ekki til þess að fá aðstoð við pillutökuna þá veit ég ekki hvað virkar!
Athugasemdir
Æ, vá! Þetta er alveg svakaleg rúsínumynd! Ofboðslega var hann nú sætur (hefur reyndar ekkert versnað síðan).
Valdís (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:05
Já, alveg agalega. Það eru sko margar þannig í þessu safni, finnst þér skrítið að ég hafi látið heyra í mér?
Elva Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:52
Mig dreymdi um daginn að þú værir ólétt, reyndar hefur mig dreymt það 2x undanfarið.
Edda Rós (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:24
Það heyrist eggjahljóðið alla leið til Íslands. En þær systur geta skoðað myndirnar en þær eru á síðu gamla mannsins og lykilorðið er sama og hjá sumum ungum sem eru með síðu.
mamma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:25
Þær myndir eru líka alveg frábærar! Ótrúlega er gaman að sjá þær.
Valdís (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:28
Já hvernig væri að slá til og koma með lítið kríli. Myndirnar af Magna er flottar!
enda flottur strákur þar á ferð.
Jóa (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.