Gey

Magni á að fara með smábarnamynd af sér í skólann á morgun. Við könnuðum málið og fundum enga í tölvunni. Magni er nefnilega svo aldraður að myndir voru framkallaðar þegar hann var ungur.

Svo við leituðum hjálpar á venjulegum stað: Afi og Amma.

Og auðvitað reddaði Afinn þessu!Smile

Ég var að skoða myndirnar í morgun. Agalega var maðurinn sætur!  Eftir smá tíma heyrðist í Jorrit sem sat í stofunni: Ég kem ekki nálægt þér næstu vikurnar! Það sést hingað eggjasvipurinn á þér!

Hva!?Shocking

Ég var bara að rifja upp hvað Magni var skemmtilega þægilegur á þessum aldri. Hvaða paranója er þetta?!

Það hjálpaði ekkert að þegar ég var að skoða hljómaði lag sem ég held að heiti "Búum til börn" í internetútvarpinu og það festist svona ferlega í hausnum á mér. Því fékk ég augnatillit reglulega klukkutímann á eftir þegar brot af laginu hrökk upp úr mér við og við.

Ef þetta virkar ekki til þess að fá aðstoð við pillutökuna þá veit ég ekki hvað virkar! Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, vá! Þetta er alveg svakaleg rúsínumynd! Ofboðslega var hann nú sætur (hefur reyndar ekkert versnað síðan).

Valdís (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, alveg agalega. Það eru sko margar þannig í þessu safni, finnst þér skrítið að ég hafi látið heyra í mér?

Elva Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:52

3 identicon

Mig  dreymdi um daginn að þú værir ólétt,  reyndar hefur mig dreymt það 2x undanfarið.

Edda Rós (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:24

4 identicon

Það heyrist eggjahljóðið alla leið til Íslands. En þær systur geta skoðað myndirnar en þær eru á síðu gamla mannsins og lykilorðið er sama og hjá sumum ungum sem eru með síðu.

mamma (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 16:25

5 identicon

Þær myndir eru líka alveg frábærar! Ótrúlega er gaman að sjá þær.

Valdís (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:28

6 identicon

Já hvernig væri að slá til og koma með lítið kríli. Myndirnar af Magna er flottar!

enda flottur strákur þar á ferð.

Jóa (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband