Tannlæknir og útbrot
11.11.2008 | 16:34
Ég fór til rótartannlæknisins í morgun. Það þurfti krafta bæði mín og Jorrit að fylla út öll eyðublöðin á réttum tíma fyrir heimsóknina. Bandaríkjamenn á Íslandi og í Evrópu hlýtur að líða illa þegar þeir fara til lækna. Bara farið inn á stofuna og stokkið út í óvissuna! Læknirinn gæti bara gert hvað sem er!
En ég verð að segja að það er til fyrirmyndar að tannlæknirinn lætur mann vita hvað hlutirnir kosta áður en eitthvað er gert. Ekki að maður fái svona óvæntan "glaðning" í hvert skipti sem maður stígur upp úr tannlæknastólnum.
Hins vegar var ekki gaman að reiða fram 450 dollara í morgun og eiga annað eins eftir.
Annars ákváðu froskarnir að, fyrst þeir fengu ekki krybbur heimsendar, að senda einn út af örkinni til að útvega mat. Allavega leit það þannig út þegar ég kom fram í morgun. Þá horfðist ég í augu við einn snjóhvítan svarteygan frosk við hliðina á krybbubúrinu. Hann var örugglega að spá í hvernig hann kæmist inn.
Flóttafroskurinn var handsamaður snarlega og settur á sinn stað. Svo var honum og co boðið upp á vítamín-dustaðar krybbur sem runnu ljúflega niður. Ég vona að þetta dugi til að slá á frelsisþránna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.