Tvöföld kuldaskil
18.1.2009 | 23:47
Loksins er eitthvað spennandi að gerast í veðrinu! Amk miðað við veðurvefinn.
Bara Severe Wether Alert!
Það eru líkur á að hitinn nálgist frostmark inn til landsins í Flórída í næstu viku!
Úff hvað það verður kalt fyrir fólkið hér. Sem betur fer er trétjaldið sem við búum í með lofthitunarfídus í loftkælingunni. Og gott er að vita af úlpunni sinni uppi á hillu. En mér finnst samt full langt gengið að senda út veðurviðvörun en það er bara ég.
En við þurfum að taka inn paprikuplönturnar og jólarósmarínið til öryggis.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.