Á vængum ástarinnar

Gærdagurinn var alveg ótrúlega venjulegur dagur, þangað til klukkan svona 10 í gærkvöldi.

Það var greinilega partýkvöld því gleðin var töluverð í kringum okkur. Sungið og hlegið. Þegar við gamla og leiðinlega fólkið fórum að sofa, fannst mér ég vera aftur komin á Hjónagarða á laugadagskvöldi.

Við vorum að pæla í hvað ylli ánægjunni og að spá í hvort þetta væri innlend eða norræn ánægja sem hélt fyrir okkur vöku.

Þá hóf sig upp mikill kór ungra karlaradda: "Fly on the Wings of Love. Fly Baby, Fly!"

Jebb, norræn!

En guð! Danska sigurlagið í Eurovision 2000! En karlmannlegt!

Hvað var svona skemmtilegt veit ég samt ekki ennþá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband