Honey, you'r living on a spaceship
28.1.2009 | 21:34
Við Jorrit höfum komið okkur þeim vana að horfa á illa fengna sjónvarpsþætti á kvöldin. Það er að segja ef Jorrit er búinn í vinnunni á skikkanlegum tíma.
Við tókum smá CSI rispu og svo NCIS. Síðarnefndi þátturinn er reyndar vikuleg stund núna þegar við höfum náð í skottið á honum. CSI er með of mikið forskot ekki nægan sjarma til að við höfum haft það af að klára þá.
Svo var ég að lesa þetta blogg einn daginn og þar var minnst á si-fi þætti sem mér þóttu nokkuð áhugaverðir; Firefly.
Ég vélaði svo bónda minn á mitt band og við byrjuðum að horfa. Það kom í ljós að þetta eru bara hinir bestu þættir og ég syrgi það alveg gríðarlega að það voru ekki framleiddir fleiri. Enda hafa þeir unnið til allskonar verðlauna og það var gerð mynd og hlutverkaspil (höfundur engin önnur en Margaret Weis) og allt. Einhvers staðar voru þættirnir kallaðir bestu þættir sem hafa verið slaufaðir (cancelled, fann ekki betra orð) af í sögu sjónvarpsins.
Ég hugsa að við munum gera eign okkar á þáttunum löglega áður en langt um líður
Ég mæli innilega með þeim:
Athugasemdir
Alveg sammála, þessir þættir eru snilld!
Valdís (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:26
sorry stelpur en ég sniðgeng alla þætti sem innihalda geimskip (Doctor Who er svona alveg á mörkunum, ég get ekki horft of mikið á það... en það er það skársta í þessum flokki).
Annars eru margir leikarar þarna sem maður kannast við: gaur úr Despó og svo John Casey úr Chuck :)
Ragna (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:52
Sko. Ragna. Dr. Who er EKKI það skársta í þessum flokki. Það allra besta er að sjálfsögðu Babylon 5, en Battlestar Galactica fylgir þar fast á eftir. Annars er ágætt að skoða líka Farscape fyrir alvöru sýru. Það er ástralskt og þar af leiðandi töluvert beittara en þetta bandaríska dót.
Valdís (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 08:38
Jú, Dr. Who er víst skárst og það er bara út af breska húmornum ;)
Ragna (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 10:05
Þetta er kallaður mismunandi smekkur, systur góðar! Það á að segja: Mér finnst...;)
Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvað Dr. Who er, verð greinilega að skoða það. Þarf líka að kíkja á Babylon 5. Það hefst örugglega. Get alveg vottað fyrir Battlestar Galactica.
Það er bara eitthvað við Firefly, þó að söguþráðurinn sé stundum svolítið shaky. En það náði aldrei að reyna verulega á plottið. Og það er plottið sem gerir gott si-fi, gott.
Elva Guðmundsdóttir, 2.2.2009 kl. 14:43
Reyndar, ef maður vill fá alvöru breskan húmor í bland við SciFi-ið sitt, þá er um að gera að horfa á Red Dwarf. Ekkert plott þar reyndar, ekki af neinu viti.
Ef þú vilt gott plott, þá er það B5, ekki spurning. Það er epic.
Valdís (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.