Svona eitthvað...
13.2.2009 | 14:43
Ég finn ekki hleyðslutækið fyrir símann minn. Það hlýtur að vera einhverstaðar en þangað til að það finnst verð ég að hlaða símann í gegnum tölvuna.
Og, nú fyrst að síminn þurfti að vera tengdur við tölvuna í gær þá var það ágætt tækifæri til þess að hlaða niður þessum myndum sem hafa safnast á hann seinustu mánuði.
Hérna má td sjá hvað það það getur verið þægilegt að leggja vatnsleiðslur þar sem ekki er frost nema á svona 30 ára fresti. Þetta er sem sagt vatnsleiðsla inn í skrifstofuhús.
Svo er hérna mynd af Muscovy-andar pari. Þessar endur eru út um allt hérna og eru flennistórar. Þær haga sér eins og stokkendur, þeas borða brauð og eru ekki hræddar við menn enda aliendur á sumum stöðum. Ég hef séð nokkrar svoleiðis með unga núna. Þær virðast eiga helling af ungum og eru þeir eins og blanda af húsandarungum og stokkandar.
Svo er hérna ein mynd af "bakgötunni" í hverfinu okkar. Ég var að fara heim einn morguninn eftir að hafa fylgt Magna í veg fyrir rútuna.
Og svo er hérna mynd af jólastjörnu-runna sem er við eina íbúðina. Hann var hálf tuskulegur um jólin en í janúar var hann alveg agalega fallegur. Hann er reyndar ennþá ágætur. Hann er ágætt dæmi um plöntu sem er inniblóm heima og verður aldrei neitt merkilegt þar, en hérna er þetta heljarins runni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.