Doddson og þögnin
30.3.2009 | 19:46
Ég féll í freisni og horfði á "Ræðuna" áðan.
Ég verð að segja að partar af henni hefðu sómað sér vel sem uppistandstexti. Fullt af soralegum skotum og útúrsnúningum sem eru agalega fyndin á grínkvöldi SUS eða eitthvað þannig.
Á tíma fannst mér að Davíð væri að tala yfir matarboði þar sem nánustu samherjar væru mættir á. Ekkert svona opinbert eins og landþing. Og mér fannst hlátrasköllin minna á það líka.
Mér fannst hlátrasköllin næstum verri en ræðan...
Það voru áhugaverð göt í ræðunni hans. Það var ekki minnst einu orði á Framsóknarflokkinn sem mér minnir svo innilega að hafi verið samstarfsflokkur Sjálfstæðisflokksins lungan af tímanum sem hann var við völd. Það var bara talað þeim mun meira um Samfylkinguna sem virðist hafa haft töglin og haldirnar, svona bak við tjöldin.
Ekki ræddi maðurinn heldur neitt frekar um framtíðina eða kom með neinar hugmyndir af hvernig Flokkurinn gæti gert eitthvað gagn í uppbyggingu Íslands. En það er kannski skiljanlegt þar sem Flokkurinn hefur ekki haft neina stjórn á atburðum hingað til, þrátt fyrir að hafa verið í ríkisstjórn og allt, því ætti hann að hafa nokkra stjórn á atburðum framvegis?
Og svo svartholið í miðju ræðunnar; ekki orð um að hann eða aðrir samflokksmenn hans hafi kannski, hugsanlega, mögulega, getað gert nokkuð til þess að svona sé komið fyrir landinu okkar. Nei, vandamálin eru öll að kenna Samfylkingunni, Baugi og nú "Vanvirknisríkisstjórninni" eða hvað sem hann kallaði sitjandi ríkisstjórn.
Það hlýtur að vera erfitt að vera svona máttlaus gagnvart umhverfinu.
En það er ekki þagnirnar í ræðunni sjálfri sem vekja bara athygli mína. Heldur hvað er rætt um úr þessari ræðu, og hvað er ekki rætt um.
Hann talaði illa um; Norska seðlabankastjórann, Jóhönnu, Vilhjálm, ríkisstjórnina, mótmælendur og samfylkinguna. Svo ég nefni nokkra. Allt frekar smekklaust og allir að tala um það. En hann sagði líka nokkuð miður geðslegt um Össur Skarp og Björgvin fyrrverandi viðskiptaráðherra. Lét að því liggja að þeir væru þvílíkar kjaftatífur að ekki væri hægt að hafa þá á mikilvægum fundum. Og enginn segir neitt við því!
Áhugavert...
Æji, ég hef nú löngum haft ákveðið dálæti á Davíð og fundist hann vera á margan hátt áhugaverður en þarna hvarlaði að mér að kallinn væri ekki með öllum mjalla. Bitur og gamall fyrir aldur fram. Líklega er hann bara ekki búinn að vinna úr áfallinu yfir því að allt hrundi seinasta haust og öllu veseninu í vetur. Það er reyndar alveg skiljanlegt en ef svo er hefði einhver átt að passa upp á að maðurinn kæmist ekki af stað á skítadreifaranum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hugmyndin hennar Rögnu hljómar alltaf betur og betur
Edda Rós (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 21:56
Guð já!
Elva Guðmundsdóttir, 31.3.2009 kl. 11:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.