Those Two Girls in the Morning

Einhverstaðar verður kona að byrja eftir langt blogghlé...

Ég fór áðan í stefnt-á-að-vera-daglega göngutúrinn minn. Þetta er svona um 3ja mílna hringur sem ég geng oftast, því ég er of löt til að ganga almennilegan 4 mílna hring um blokkina mína. Eða kannski of leið því að það er ekki hægt að ganga hérna öðruvísi en meðfram stórum umferðagötum. Svifrykið maður!

Það besta við að fara í svona labbitúra á morgnana er útvarpið. Ég hef það alltaf í eyrunum til að stytta stundir og á morgnana eru þær Julie og Tamara á Strandarstöðinni (The Coast Fm). Þær eru alveg ágætar. Spjalla um daginn og veginn og spila þægilega tónlist. Svo tala þær um veðrið. Það er nú reyndar nánast alltaf eins; "Það verður sól í dag, 10% líkur á rigningu (eða engar) og hitinn á bilinu 74°F til 85°F".

Svo hringja hlustendur inn og segja álit sitt á vandamálum fólk sem þær taka fyrir. Í dag var það hún Jane sem er boðin í brúðkaup/ættarmót í Colarado í Ágúst. Sem er fínt nema að kallinn hennar nennir ekki að fara því hann "þekkir engan". Búin að vera gift í 15 ár og eiga krakka og allt. Flestir voru á því að Jane ætti bara að láta kallinn eiga sig og skemmta sér með ættingjunum. Einn maður benti þó á að almennilegir karlmenn létu óþægindi eins og leiðinlega ættingja ekki stoppa sig í að styðja við bakið á konunni sinni.

Það sem mér datt í hug var: Hvernig stendur á því að maðurinn hafi ekki tengst við neinn í fjölskyldunni eftir 15 ár! Þessi BNA menn! Kunna bara ekki á almennileg fjölskyldutengsl!

Á tíu mínútna fresti fær maður að heyra umferðafréttirnar. Þær eru bæði meira spennandi og mikilvægari en veðurfréttirnar hérna. En mér finnst það samt ennþá truflandi hvað umferðaféttamaðurinn fer auðveldlega úr umferðinni yfir í styrktaraðilana. Gaurinn talar frekar hratt sko, og fer algerlega án viðvörunar frá umferðarslysi á Turnpike* yfir í brjóstastækkanir hjá Strax**. Getur reyndar verið smá fyndið stundum.

Annars er auðvitað ýmislegt búið að gerast seinasta mánuðinn. Vorsumarið er algerlega komið. Fuglar, hiti (meiri hiti altso) og blóm. Magni fékk bara A fyrir 3ja hluta vetrarins og fékk viðeigandi verðlaun (og límmiða fyrir foreldrana til að monta sig með. Svona ef þeir vildu líma eitthvað á stuðarann á bílnum). Jorrit vinnur og vinnur. Og einn froskurinn hvarf úr búrinu. Mjög dularfullt þar sem ekki einu sinni hinar dauðadæmdu krybbur sleppa úr þessu búri. Páskarnir voru ágætir en Nóa-Siríus nr 4 var sárlega saknað.

Flutningaplön ganga hægt en ganga samt. Núna er hugsanlega stefnt á seinnipartinn í júní. En tilkynningar verða gefnar út þegar plön fara að skýrast.

*Tollvegur sem liggur eftir Flórída endilöngu og endar í Miami.

**Lýtalækninga miðstöð sem er frekar dugleg að auglýsa þjónustu sína. Allskonar tilboð og whatnot. Alveg morðfyndið í mínum huga sem tengi "Strax" við langlokur, nammi og kók.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins kom eitthvað. Þetta með ættarmót er fyndið. Það er búið að ákveða hitting 10. - 12. júlí í Steinsnar/Fossatúni hjá Hulduhernum.

mamma (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:59

2 identicon

Ég man reyndar eftir einum manni, sem tengdist inní okkar nánustu fjölskyldu í þónokkur ár, sem að eyddi ekki mikilli orku í að kynnast fjölskyldunni, amk lengra en bara okkur. Hann var ótrúlega oft veikur eða að vinna eða bara upptekinn við að gera eitthvað annað þegar kom að því að umgangast stórfjölskylduna.

Ekki að ég sé að nota þennan mann sem dæmi um að það sé í lagi, enda er hann ekki partur af okkar fjölskyldu lengur - nema þá bara aðeins á ská.

Annars er ég á því að hlutir einsog fjölskylduboð hjá tengdafjölskyldunni geti verið drepleiðinlegir en séu samt eitthvað sem maður sleppur ekki við.

Edda Rós (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 07:34

3 identicon

Nau nau! Þessi færsla fór barasta í gegn!

Edda Rós (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 07:34

4 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Jebb, þess vegna er það partur af ráðningarsamningnum hjá Jorrit að mæta (og amk gera sér upp áhuga) á allar fjölskyldusamkomur sem hægt er.

Því miður stefnir í að Magni verði sendifulltrúi okkar á ættarmótum í sumar en það er verið að vinna í farmiða handa honum til landsins, svona nánast á meðan ég pikka þetta...

Elva Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband