Mömmudagur
9.5.2009 | 17:21
Á morgun er Mother's day í Ameríkunni.
Á föstudaginn fengu börnin tækifæri til þess að skreita klassískar hvítar vanillu samptertur með smjörkremi. Magni lagði sig allan fram og gerði afskaplega fallega köku handa mér.
En þar sem hann er nú líkur móður sinni feilaði hann aðeins á skynseminni. Þegar það kom að því að fara heim stakk hann kökunni niður í tösku og hélt glaðbeittur heim.
Þegar heim var komið var kakan auðvitað, í köku. Það var agalega sár strákur sem sat á gólfinu yfir brotnu kökunni sinni og mömmu hjartað gat ekki annað en að finna lausn á sorginni.
Sem betur fer var það hægt í þessu til felli og eftir að hafa kafað í rústunum eftir skreitingum bjuggum við bara til meira smjörkrem og skreittu hana aftur. Kakan er auðvitað ekki eins en Magni er búinn að gefa það út að hún sé líklega bara flottari núna, og með meira kremi
Og núna eru menn miklu upplýstari um hvað megi og megi ekki fara ofan í tösku.
Nb. Magna sagði að það yrði að standa "Mom" á kökunni því að þetta væri svona bandarískt en mér grunar að ástæðan sé líka að "Mamma" er svo langt...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Átakanleg saga, en gott að hún endaði vel.
Valdís (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 18:22
Í mínum ættlegg væri sagt að hann hefði þessa fljótfærni frá ömmu sinni og langömmu sinni Huldu. En kakan er flott hjá drengnum, enda er hann snillingur.
mamma (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.