Dagur mínus 4, eða nei annars: 3

017_861708.jpgPökkun gengur ágætlega hjá okkur. Ég vaknaði reyndar með nettan (en bara nettan) vöðvabólguhöfuðverk sem er sennilega afsprengi hefðbundinna flutningsáhyggna.

 Ferðatilhaganir Magna Steins eru allar að skýrast og er það gott.

Við Magni ákváðum að kíkja í sund í tilefni af því öllu og urðum fyrir óvæntri ánægju á leiðinni.  Við sáum Anolu-eðlu kall ekki bara stoppa og virða okkur fyrir sér heldur líka sýna okkur rauðu veifuna sem hann er með undir kverkinni. Ég veit ekki hvaða bjartsýniskast var í honum en hann var svona eins og 2 þumalputtar á lengd og breidd. Við vorum amk ekki neitt skelkuð. Mér sýnist á wikipediunni að þetta hafi verið svona Brún Kúbversk anóla, frekar stór, en þær eru hérna út um allt en eru ekkert æstar í að sýna sig.

Jorrit slóst í sundhópinn þegar hann kom úr flugskólanum og kom með spennandi fréttir. Gaurinn sem reddaði flugmiðunum okkar var orðinn eitthvað stressaður yfir því hve mikið er bókað á mánudaginn flutti okkur yfir á sunnudaginn! 

Ókey ðenn! Þá fljúgum við þá bara á sunnudaginn! Það er hvort sem er skítaspá fyrir helgina, svækja og hiti og smá þrumuveður.

Eftir sund og mat fórum við Jorrit að versla. Eða Jorrit fór að versla, ég gerði svolítið sem ég hef barasta ekki gert áður: Fór í fótasnyrtingu. Þeir Magni gáfu mér svoleiðis í afmælisgjöf en ég hafði ekki náð að koma mér í hana fyrr (eða kannski náð að forðast staðinn?).

En þetta var bara voða gott og eins og myndin sýnir er ég núna með alveg öfga breikt naglalakk og voða fín Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svakalega fínar tær! Ég hef ekki táneglurnar í svona flottan frágang. Gangi ykkur vel í flutningunun.

Valdís (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband