Ferðin mikla

Það eru margir ánægðir flugnemar í The Landings núna.

Þegar við settumst í bílinn til að keyra á flugvöllinn á laugadagsmorguninn voru flestar eigur okkar komnar til nýrra eiganda sem höfðu fengið þær á mjög hagstæðu verði, eða engu. Þær seinustu hurfu út úr dyrunum á svipuðum tíma og við sjálf.

Þegar við settumst inn í bílinn lak svitinn, bókstaflega, af Jorrit og Stein (sem keyrði okkur á völlinn) því að hitinn var um 35 í skugga, og það var ekkert sérstaklega mikið af honum á bílastæðinu.

Við höfðum það af að ferðast eftir The Turnpike (betra er seint en aldrei) á leiðinni á völlinn, örugglega svona 4 mílur!

Þegar við beygðum upp að hringdi síminn. Í símanum var Sean að segja okkur að það gæti verið að það væri ekki pláss fyrir okkur í flugvélinni frá Philly til Amsterdam. Bara til að bæta á stemminguna. Shocking

Jorrit og Stein fóru að finna töskuvagna þegar við komum að flugstöðinni. Við Magni biðum eftir þeim. Þegar 2 starfsmenn sem gengu hjá fóru að benda á framendann á bílnum röltum við til að athuga hvað vandamálið væri. Þá minnti aumingja bíllinn svolítið á deyjandi flug-Cylon þar sem kælivökvinn spíttist út um grillið og lak niður á jörðina! 

Sem betur fer var starfsfólkið á Míamí flugvelli alveg afskaplega vinalegt og liðlegt því við vorum orðin aðeins kvumpin.

Flugferðin til Philadelfi gekk ágætlega. Jorrit fékk ekki að sitja hjá okkur Magna en Magni fékk gluggasæti.

Þegar við komu út úr vélinni tók við sprettganga í gegnum flugstöðina því við höfðum frekar stuttan tíma og þegar maður er á hoppmiða í næstum fullri vél, borgar sig ekki að vera sein. Við náðum miðum en ekkert sæti saman. Magni var fyrir framan Jorrit og ég allt annar staðar (reyndar við hliðina á klóinu). Þegar það var komið á hreint höfðum við 20 mínútur til að grípa eitthvað í gogginn og andlegt sem og líkamlegt nesti (bók og nammi).

Þegar í flugvélina var komið miskunnaði gömul kona, sem var sessunautur Jorrits, yfir okkur og skipti um sæti við mig. Svo var hægt að færa aðeins meira til svo á endanum sátum við öll saman.

En þá tók við biðin mikla. Þegar okkur var bakkað frá flugstöðunni tilkynnti flugstjórinn með mæðu í röddinni  að við værum flugvél nr 20 í röðinni og við myndum þurfa að bíða amk 30 mínútur eftir að komast í loftið. Amerískar flugsamgöngur í hnotskurn (og ekki bara þar).

En við komumst í loftið og þaðan í frá hefur ferðin gengið hnökralaust fyrir sig. Töskur komust alla leið, maturinn var í lagi og fjölskyldan hans Jorrit mundi eftir að ná í okkur á völlinn.

Reyndar komu þau öll, með blóm og allt. Og allt í einu vorum við komin í kaffi til Ninke, systur hans Jorrit. Og fengum almennilegt brauð, almennilegan ost og súkkulaði álegg.

Eftir kaffið fórum við til Sneek með Sjoerd, litla bróður, og höfum nú dreift úr okkur í  húsinu hennar Lijdu.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:-)

Gott að þetta gekk upp allt saman, þá á bara eftir að komast til Norge

Edda Rós (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 20:25

2 identicon

Það er gott að ferðin gekk vel, en þá er Noregur eftir og svo Magni til Íslands.

Viktor er byrjaður að telja dagana, og er orðin spenntur að hitta Magna þegar hann kemur á norðurlandið.

Jóhanna Andrésdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 14:57

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Magni er líka búinn að vera að telja niður og getur varla beðið

Elva Guðmundsdóttir, 18.6.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband