Jólageðveiki!!!!!
19.12.2006 | 11:22
Fór á Eyrina í gær. Sannaði ást mína á systrum mínum svo það verður ekki um villst! Þessi ferð verður sko notuð sem dæmi um hana ef einhver efast í framtíðinni!
Það skall á asahláka í gærdag þannig að glæra-hálka varð úr. Svo kom rok... stundum þvert yfir veginn. Í þessum aðstæðum fór ég með eina afkomanda minn inn á Akureyri í gær!!
Bilun?
Já alveg örugglega. Mér til varnar var það að þegar ég lagði af stað var ekki rok.
Þegar út á Eyrina var komið þeyttumst við systurnar búð úr búð og redduðum alveg ótrúlega mörgum jólagjöfum. Magni var frekar sáttur. Hann fékk að vera endalaust lengi í Dótabúðinni á meðan ég og Edda fórum með Rögnu eða Valdísi til að velja gjöf handa hinni.
Svo tók við nett stressandi heimferð. Rokið var samt við sig en hálkan var heldur á undanhaldi. Þannig var ég ekki nema svona 1 1/2 tíma á leið heim í staðinn fyrir 2 tíma að heiman.
Á leiðinni heim sáu náttúruöflin fyrir þeirri mögnuðustu ljósasýningu sem ég hef barasta séð! Amk hef ég ekki áður séð norðurljósin lýsa upp umhverfið eins og þau gerðu í gærkvöldi. Himininn logaði! á tímabili var einskonar hringiðu-munstur rétt norðan við hvirfilpunktinn. Og litirnir!
Ég hélt nefnlega lengi að bleik, blá og rauð norðurljós væru bara fyrirbæri sem væru til í sögum sem sagt væri útlendingum af Two-flower gerðinni. En ég get núna staðfest að það er ekki rétt!
Ég mæli samt ekki með því að reyna að keyra við þessar aðstæður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:24 | Facebook
Athugasemdir
ó mæ - eins gott að þið komust heil heim! Annars vildi ég bara kvitta fyrir mig :)
kveðja af suðurhveli, Elva Á.
Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 09:02
Takk fyrir það og takk fyrir jólakortið. Kortið okkar Þorgeirs verður pínu seint
Elva Guðmundsdóttir, 20.12.2006 kl. 15:33
ekki málið! Æi.. mig langaði bara allt í einu að senda ykkur jólakort. Það var gaman að vinna með ykkur í sumar. Hver veit nema maður komi aftur?
Elva á Nýja-Sjálandi (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 08:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.