Áhrýnisorð?

Seinasta laugadag, svona um 2 leitið, sat ég upp á matarborðinu heima í Teignum (óvani síðan á æskuárum sem hefur ekki ennþá elst af mér) og horfði út um gluggann. Það var 7 stiga frost og þykkur snjór yfir öllu. Einhvern vegin komust hvít jól í umræðuna hjá okkur mæðgum og ég sagði að það þyrfti þvílíka hláku til þess að það yrði ekki hvít jól hérna fyrir norðan.

Haha, sénsinn!

Ja, sénsinn?

Seinustu daga hefur verið þvílík hláka að það horfir bara til vandræða! Heilu bæjirnir hafa skolast á burt og þegar ég gekk niður í Mývatnsstofu áðan var það eins og það var seinasta haust. 10 stiga hiti eða svona næstum því og nánast logn. Ef væri ekki fyrir jólaljósin og einstaka skafl sem þrjóskast enn við þá gæti verið vor.

Ég held að ég hætti að tjá mig um hvít jól. Amk án þess að skoða spána fyrst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband