Og það skeður aldrei neitt...
2.9.2009 | 18:25
Eða þannig.
Þennan seinasta mánuð höfum við haft það af að hreinsa reykingalyktina úr íbúðinni.
Svo kom Magni Steinn rétt mátulega til að byrja í Aspeyjarskóla sem vill svo skemmtilega og heppilega til að er kynningaskólinn fyrir úttlensk börn á svæðinu. Magni varð marg sigldur þetta sumarið. Þegar hann steig á norska grund var það 5ta landið sem hann heimsótti í sumar, og geri aðrir betur!
Hann var nokkuð kátur með ferðina enda verið í góðu yfirlæti hjá vinum og ættingjum.
Jorrit byrjaði í skólanum (og er næstum búinn núna) og ég, ehh, skemmti mér við að reyna að finna vinnu.
Í gær skeði einstakur viðburður í sambúð okkar Jorrit: Það var horft á sjónvarp!
Sjónvarpið í íbúinni var bilað þegar við fluttum inn en Frank, leigusalinn, fór með það í viðgerð þegar hann kom í land seinast. Í gær kom myndar maður með það aftur. Þeir eru magnaðir, viðgerðamennirnir hjá Elko, því sjónvarpið hafði stækkað helling og breytt um lit í "viðgerðinni". Eða kannski hugsanlega hafði bara verið verslað nýtt tv þegar hitt hafi reynst ónýtt?
Svo núna erum við með risa flatskjá, einkennistákn hins íslenska fjármálahruns, í stofunni. Ég hef rennt til hans auga við og við í dag með þjóðernislegu samviskubiti.
En voðalega kemur Madagaskar 2 betur út svona en á tölvuskjánum!
Annars óska ég litlu systur til hamingju!
Athugasemdir
Leigusalinn eða myndarlegu Elko mennirnir hljóta að hafa haft þjóðerni þitt í huga þegar sjónvarpinu var reddar erhaggi?
Álfhildur (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 21:24
Jú, alveg örugglega. Ef ég hefði verið norsk væri þetta alveg örugglega gamallt túbusjónvarp
Elva Guðmundsdóttir, 3.9.2009 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.