Áramót, áramót

Árið sem er að líða hefur ekki síður verið ár breytingana og það sem á undan fór.

Fyrsta helming ársins bjuggum við í Lendingaríbúðum í Pembroke Pines, Suður Flórída. Framan af var vistin frekar þurr og sólrík. Reyndar var veturinn 2008-2009 hinn þurrasti í Broward sýslu í mannaminnum, en við höfðum náttúrulega enga viðmiðun. Sól á hverjum degi, 20-25 gráðu hiti á daginn var málið. Kaldast varð einn febrúarmorgun þegar "kuldinn" fór niður í 2 gráður. Sem var reyndar frekar kalt fyrir fólk sem á varla húfu.

Á þessum tíma kenndi Jorrit ungum mönnum flug og Magni brilleraði í skóla hverfisins, Palm Cove. Tíð endurgjöf hentaði drengnum greinilega afar vel því að eftir að hafa verið "B" nemandi í fyrsta fjórðungi vetrarins var hann "A" nemandi það sem eftir var vetrar. 

Ég var hins vegar heimavinnandi húsfrú og hélt froska og krybbur af miklum móð.

Snögg umskipti urðu svo í maí. Bæði í veðrinu og í lífi fjölskyldunnar. Þá var ákveðið að flytja til siðmenningar heldur fyrr en áður en hafði staðið til. Bókuð var ferð til Hollands 15. júní frá Míami via Fíladelfíu. Eftir mikið stress varð úr að við fórum þann 14.  En það var nú bara gaman af því, svona eftirá.

Magni var svo sendur áfram til Íslands eftir að hafa skoðað dýragarða og annað miklvægt í Hollandi. Og lært að segja hin mikilvægu orð: "vanille vlan"042.jpg

Eftir að Magni var farin höfðum við hjónakornin það gott í Hollandi fram í Júlíbyrjun. Þá flugum við til Álasunds til að hefja næsta fasa lífs okkar.

Eftir smá stress fundum við íbúð við Stígen 1 á Aspareyju sem okkur líður bara ágætlega í.

Magni kom svo til okkur um miðjan ágúst rétt passlega til að hefja skólagöngu við hinn tignarlega Aspeyjarskóla. Hann byrjaði auðvitað í svona innflytjendabekki en svo vill vel til að skólinn er líka hverfisskólinn okkar.

Haustið hefur verið mun rólegra en fyrri partur ársins. Jorrit kláraði öll próf með glans um mánaðarmótin nóv-des og stendur til að færa Magna í almennan bekk eftir áramótin. Ég hef hins vegar ekki fundið mér vinnu og hefur það sett töluvert strik í reikninginn hjá okkur.

Við vonum hins vegar að við réttum úr kútnum fjárhagslega á næsta ári og einnig vona ég að við eigum eftir að sjá meira af ættingjum og vinum á næsta ári.

Gleðilegt nýtt ár og sjáumst á nýju ári Wizard


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár sömuleiðis :). Skilaðu kveðju til Magna og Jorrit frá stórfjölskyldunni í Borgum :)

Álfhildur (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 22:17

2 identicon

Gleðilegt ár. Vonandi sjáumst við í sumar.

Með bestu kveðju Jóa,Óli. Gréta og Viktor.

Jóhanna Andrésdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 15:00

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Já, sömuleiðis Jóa. Vonandi hafði það sem best :)

Elva Guðmundsdóttir, 2.1.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband