Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Sumar og sól

Það er búin að vera bongóblíða hjá mér, ja svona seinnipartinn. Það var reyndar þoka í morgun.

Ég notaði tækifærið og landvarðaðist aðeins og leit á frekar spennandi útsýnispall við einn hverinn við Námafjall í dag.

Hverir24.04.07 007

 

Það er merkilegt hvað nokkrir mánuðir af snjó og kulda getur hreinsað upp eftir átroðning sumarsins en staðurinn er nánast eins og nýr. Fann samt eitt vafasamt fótspor.

Eitt af því sem ég fann var hverahrúður með alveg ógurlega bláum og grænum lit. Tók mynd en hún nær litnum ekki alveg.

 


Afmælisdagar

Ég átti víst afmæli í gær. Frekar rólegur dagur en ég náði þó að baka köku og elda vöflur úr vöfludeiginu sem mamma og pabbi komu með sér í heimsókn.

Risinn minn stakk af til afalandsins snemma í gærmorgun en náði samt að óska mér til hamingju með daginn réttu megin við miðnættið. Hann var reyndar ekki fyrstur til þar sem Álfhildur þjófstartaði og sendi mér kveðju á 12 tímanum þann 21. Way to go, Álfhildur!!

Svo bíð ég spennt eftir að sjá hvað samviskubitið, sem maðurinn burðast með, færir mér Devil

Á föstudagskvöldið buðu mamma og pabbi dætrum sínum og viðhengjum í dýrindis kvöldmat að tilefni þess að amma hefði orðið áttræð. Það var 100% mæting svo að borðstofuborðið var teygt til hins ítrasta. Eftir ákaflega góðann humar, frábært lamb kom að bananaístertunni (sem var að mestu án banana). Þegar við, konur og börn, vorum búin að borða rúmlega yfir okkur tók við ís-átkeppni hjá karlmönnunum (eða svoleiðis leit það út fyrir utanaðkomandi). Doddi og pabbi gáfust fljótlega upp en eftir sátu Tryggvi og Jorrit vopnaðir skeiðum. Ég held að þeir hafi sæst á jafntefli þegar ístertan kláraðist en úff... Sick

Svo fengu keppendur vískí og koníak til að hita upp magann. Svona bonding-eitthvað örugglega.

Ég er SVO fegin að keppnisandinn náði bara til ístertunnar Shocking

 

 


Elva hermikráka

Ég sá að Tryggvi hefur tekið pólítískan áttavita sinn í dag. Sniðug og skemmtileg dægradvöl og ég gat ekki staðist freistinguna. Þetta er árangurinn:

Economic Left/Right: -6.88
Social Libertarian/Authoritarian: -4.87

Sem setur mig heldur til vestar (vinstrisinnaðri) og sunnar (frjálslyndari) en Ghandi. W00t

Fyrir tveimur árum var staðan svona:

Economic Left/Right: -4.50
Social Libertarian/Authoritarian: -5.54

Ég veit ekki hvað ég á að segja með þessa vinstri sveiflu hjá mér, er það dagsformið eða hefur það svona djúp áhrif að vinna hjá ríkinu? Woundering


Rómantík

Það svífur rómantík yfir vötnum heima hjá mér þessa dagana!

Við mannfólkið erum svona eins og búast má við, miðað við aldur og fyrri störf. En hinir fiðruðu sambýlingar mínir eru nú aldeilis að taka vorinu fagnandi. Knúsandi og kyssandi hvort annað, kallinn ber fóður í kelluna (plokkar fræ af nammistönginni og tekur 1 skref til hliðar til að láta hana fá. Ekki mikið afrek en fugl verður að notast við það sem hann hefur) og kellan tók upp á því um daginn að rífa sandpappírinn í hengla sem á víst að vera einhver hreiðurgerðarpæling. InLove

Þeim finnst örugglega verst að það húsnæðið býður ekki upp á ungauppeldi. Gárar vilja víst gera sér hreiður í holu en ekki í sandinum á botninum á búrinu eins og einhverjir ódannaðir sjófuglar!

Ég er efins um visku þess að bæta við í páfagaukafjölskylduna* en Jorrit finnst það vera fuglréttindi að fá verpa eggjum. Ég hef ekki einu sinni dottið í hug að ræða málið við son minn! Shocking

*skrifaði páfuglafjölskylduna, að hluta vegna óskhyggju gárakallsins sem vill vera með meira bling, að hluta til vegna þess að ég var ítrekað trufluð við skriftirnar!


Besta að halda áfram að...

baða sig ljóma annarra Wink

En þetta er víst systir mín. Og ég sem hafði svo miklar áhyggjur þegar hún var yngri af því hvað hún líktist pabba. Það lúkk hefur reyndar rjáttlast af henni fyrir löngu.

Pabbi sagði að hún væri svona að dunda sér í þessu en það nægir greinilega til árangurs.

Fegurð hefur reyndar verið regla frekar en undantekning í okkar ætt, eða það finnst okkur og jafnvel öðrum líka. Tounge

En til hamingju Fanney Lára!! Wizard


mbl.is Fanney Lára valin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorverk(ir)

Ég dugnaðist til þess í dag að skipta um pott á havaí-rósinni minni. Hún hefur vaxið alveg helling eftir að hún ákvað að koma aftur úr landi hinna dauðu plantna. Hún átti nefnilega svona hálft blað eftir í byrjun febrúar en er núna komin með amk 10! Þegar planta hefur stækkað svona mikið á 2 mánuðum er greinilega kominn tími að vaxa í almennilegum potti, ekki kaffi/te-könnu/bolla/krús. Og það þó að það væri bíflugumyndir utan á. Það er eins gott að rósin veit ekki örlög seinasta íbúanda pottarins sem hún er í, megi það hvíla í friði. Blush

Ég gerðist líka ofurdugleg í gær þegar ég setti dökkbláu gluggatjöldin bak við þessi grænu í herberginu mínu. Ég þurfti að kveikja á lampanum í morgun, svo vel tókst til! Það höfðu nefnilega borist nokkrar munnlegar sem og verklegar kvartanir um birtustigið í herberginu mínu.

Það sem ég þarf að gera núna er að finna upp sjálfvirkan yfirbreiðara á fuglabúrið. Þeir byrja nefnilega núna að tjá sig kl 6:30 og ég gleymi alltaf að setja ábreiðu yfir búrið á kvöldin.Angry

Dugnaðurinn nær samt ekki lengra en áður upptalin verk, þvotturinn er ósamanbrotinn, gólfin ósópuð og ég var rétt að klára ofuruppvask sem hafði safnast saman á eldhúsbekknum eins og fyrir töfra. Aukin birta er ekkert að hjálpa til þarna. Merkilegt hvernig sólin nær að afhjúpa hvert rykkorn og hvern blett. Verð að muna þetta þegar sólarleysið verður mig lifandi að drepa í nóvember!Whistling


Smá hugs

  ..."I Suggest You Take Me and Smash Me And Grind The Bits Into Fragments And Pound The Fragments Into Powder And Mill Them Again The The Finest Dust There Can Be, And I Believe You Will Not Find A Single Atom Of Life..."

"True! Let's do it!"

"However, In Order To Test This Fully, One Of You Must Vounteer To Undergo The Same Process"

There was silence...

(Terry Pratchett, 1996, Feet of Clay, bls 351)

Með þessum orðum mátaði leirmaðurinn Dorfl, Hughnon Ridcully, yfirprest Blinda-Io, í (ó)trúarlegum deilum þeirra um hvað sé að vera lifandi. Einhvern veginn voru Ridcully og félagar ekki tilbúnir í að láta mala sig mélinu smærra í þágu trúarlegrar sannfæringar sinnar. Enda vissu þeir alveg hver niðurstaðan hefði orðið.

Holl pæling þegar maður missir sig í að kryfja allt til mergjar. Joyful

 


Ég þekki hann!!

Það er ekki á hverjum degi sem vinir manns (og samstarfsfélagar) eru fréttaefni á Mbl.is. Og þess þó heldur svona jákvæðar!

Allir sem þekkja manninn vita að hann er hetja, græn eða ekki. Þó er ekki verra að fá svona plagg um það, afhent af sendiherranum.

Til hamingju með viðurkenninguna, Chas gæji Grin


mbl.is Umhverfisstofnun fær viðurkenningu fyrir sjálfboðastarf í þjóðgörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara smá laugadagsblogg

Sælnú!!

Ég og Magni erum í smá heimkíkki. Það var ýmislegt sem okkur vantaði uppfrá og svo er ágætt að rifja upp hvar maður á heima við og við. Wink

Enda eru gaukarnir sáttir núna, búnir að fá að borða og allt. Svo hefur kólnað síðan við fórum niður Hverfi og það er eignlega skítakuldi hérna inni. Amk finnst gaukunum það og þeir húka eins og tvær litfagrar kúlur á prikinu sínu. Við erum búin að hækka hitann fyrir þá.

Ég ætlaði að vinna smá verkefni fyrir Álfhildi en gmail-inn er eitthvað þversum svo ég verð að gera það á eftir á úttlensku tölvuna hans Jorrit.

Annars er páskafríið búið að vera ljúft hingað til. Kvöldmatur og pottferð í Teignum á Skírdag, svo rólegheit, pottferð, ostakaka og hollenskur kvöldmatur í gær. Á eftir verður kvöldmatur í Teignum en ég hugsa að ég sleppi pottinum í þetta skiptið. Ég get ekki talað fyrir Magna Pagna samt (sem er að lesa það sem ég skrifa jafnóðum Bandit).


Ahh

Það var gott veður í dag. Ég náði meira að segja að labba landvarðarúnt í Dimmuborgum, þann fyrsta þetta árið! Svolítið blautt þó.Tounge

Líka var ótrúlega mikil umferð í gestastofunni, Frakkar, Englendingar, Bandaríkjamenn, Svíar og hópur sem ég grunaði um að vera frá Ísrael, miðað við spurningarnar.

En vegna þessa náði ég ekki að klára það sem ég ætlaði að klára í dag svo ég verð að kíkja niðureftir á morgun. GetLost

Núna liggur fyrir að skreppa aðeins í Jarðböðin enda spáir afturför í vorinu frá og með morgundeginum.

Og já:

Til hamingju með afmælið, Heiðar frændi!!Wizard


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband