Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Bara fyrir Eddu Rós!

Ég er svo löt þessa dagana að það er engin hemja. Það er alltaf kalt og vetur og hver nennir að róta sér í svoleiðis?

En mér tókst loksins að bera Skuggakónginn ofurliði í fyrradag. Eftir gríðarlega baráttu og miklar einræður (vondukallar sko) þá náði ég að hjakka skepnuna niður í furðu miklu næði. Mæli með að spila munk.
 
Tilraunin hans Magna fór út um þúfur því að sojabaunirnar reyndust vera geldar. Svo núna erum við að reyna við poppmaís og lofar hann góðum árangri. Drengurinn þarf bara að muna eftir að vökva.
 
Framtíðarplönin eru smásaman að skýrast en engar dagsetningar á hreinu ennþá.
 
Núna ætla ég að vinda mér í kvöldmatinn, hamborgarar er það heillin! 

Krass, búnk, bang!!

Það hefur verið agalega fínt veður hérna seinustu daga. Sól og logn og frosts. Vegna þess hvað sólin er orðin hátt á lofti er nú hægt að sjá almennilega dagsveiflu í hitamælingum -10 til +2 til -15 frá morgni til kvölds. Inni er það auðvitað 23 til 35 til 23 (allt í plús) og menn ganga um berir niður í beltisstað.

Öll þessi sól hefur vakið upp einhverja sumardrauma í sumum því drengurinn í næsta húsi náði að skjóta gólfkúlu yfir húsið sitt og í einn af gluggunum á stofunni minni. Ytra glerið er nú með all glæsilegu gati og það sér smá á innra glerinu. Ég þakka bara kærlega fyrir að kúlan hafði sig ekki inn á gólf. Ég býst sko við almennilegu Mývesku frosti í kvöld. Það verður nægilega kalt að hafa einfalt gler.

Magni er að gera tilraunir. Hann setti góðan slatta af soyjabaunir í bleyti í gær og dreyfði þeim svo á undirskálar. Nú á að kanna áhrif vatns á spírun. Ég vona bara að baunirnar séu ekki forsoðnar eða eitthvað.

Hérna er mynd af tilrauninni:007


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband