Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Eins og mamma sín
21.2.2009 | 00:18
Okkur Jorrit hefur grunað í nokkurn tíma að Magni væri farinn að líkjast í móðurættina enn meir en áður.
Grunurinn vaknaði þegar við heimsóttum USS Yorktown og lékum okkur að því að lesa af stafaspjaldinu í læknaherberginu þar. Eitthvað komu stafirnir erfiðlega hjá barninu og með miklum andlitsgeflum.
Því miður var lítið hægt að gera í málinu þá vegna blankheita og vesenis en á þriðjudaginn ákvað Jorrit að drífa barnið (og sig) í augnpróf.
Magni var búinn að gefa út ákaflega ákveðna skoðun um gleraugu og augnlækna þannig að við ákváðum að taka hann bara með ferðinni. Augnprófið átti að vera kl 4 og hálf fjögur var hann rekinn í föt (almenn þeas segja, ekki skólabúning) og drifinn út í bíl. Næstum sagt í framhjáhlaupi hvert við værum að fara.
Þetta fór nú allt ágætlega fram. Jorrit fór á undan og Magni gat fylgst með svo ekkert kom á óvart.
Niðurstaðan kom ekki á óvart: -1,25 á báðum. Magni var ekkert sérstaklega kátur og ég verð nú að viðurkenna að ég fann til með honum. En svona er þetta. Það er einskonar manndómsraun í okkar ætt, fyrsta augnprófið og síðan fyrstu gleraugun.
Brúnin léttist ekki á gaurnum fyrr en við prófuðum bleyk gleraugu með semelíuhjörtum, bara upp á grínið. Eftir það var hægt að skoða gleraugu fyrir alvöru. Fyrir valinu urðu Power Rangers gleraugu.
Í dag fórum við að sækja nýju brillurnar. Þeim var skellt á nefið og svo farið í mollið. Öll fýlan og allur mótþróinn yfir gleraugunum dugði hálfa leiðina yfir bílaplanið (við gleraugnabúðina) því þá var hann orðinn of upptekinn af því að horfa í kringum sig. Í mollinu valdi barnið sér shake alveg sjálft, en það hafði verið vitavonlaust án gleraugna. Hann fann líka tölfuleikjaverslun á upplýsingaspjaldinu af 3ja metra færi. Og svo horfði hann og horfði.
Svo græddi hann Lego, Batman PSP leik á öllu saman...
Svona eitthvað...
13.2.2009 | 14:43
Ég finn ekki hleyðslutækið fyrir símann minn. Það hlýtur að vera einhverstaðar en þangað til að það finnst verð ég að hlaða símann í gegnum tölvuna.
Og, nú fyrst að síminn þurfti að vera tengdur við tölvuna í gær þá var það ágætt tækifæri til þess að hlaða niður þessum myndum sem hafa safnast á hann seinustu mánuði.
Hérna má td sjá hvað það það getur verið þægilegt að leggja vatnsleiðslur þar sem ekki er frost nema á svona 30 ára fresti. Þetta er sem sagt vatnsleiðsla inn í skrifstofuhús.
Svo er hérna mynd af Muscovy-andar pari. Þessar endur eru út um allt hérna og eru flennistórar. Þær haga sér eins og stokkendur, þeas borða brauð og eru ekki hræddar við menn enda aliendur á sumum stöðum. Ég hef séð nokkrar svoleiðis með unga núna. Þær virðast eiga helling af ungum og eru þeir eins og blanda af húsandarungum og stokkandar.
Svo er hérna ein mynd af "bakgötunni" í hverfinu okkar. Ég var að fara heim einn morguninn eftir að hafa fylgt Magna í veg fyrir rútuna.
Og svo er hérna mynd af jólastjörnu-runna sem er við eina íbúðina. Hann var hálf tuskulegur um jólin en í janúar var hann alveg agalega fallegur. Hann er reyndar ennþá ágætur. Hann er ágætt dæmi um plöntu sem er inniblóm heima og verður aldrei neitt merkilegt þar, en hérna er þetta heljarins runni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýr íbúi á svölunum
9.2.2009 | 20:01
Það hefur fyrirferðamikill einstaklingur byggt sér aðsetur á svölunum hjá okkur.
Þetta er víst Spiny (backed) orb spider (Jorrit fann og myndin er af netinu). Þær virðast ekki vera hættulegar en vefurinn er agalega stór og auðvitað hurðarmegin á svölunum. Gott fyrir hana að við notum svalirnar lítið og erum ekki köngulóa óvinir.
Óvæntar uppákomur
5.2.2009 | 18:40
Jorrit sagði mér fyrir helgi að Sveinn Jonni hafi komið að máli við hann þann daginn og viljað spjall undir fjögur augu (ekki 6 eins og staðan var þá). Jorrit spurði manninn hvort hann gæti ekki spjallað bara þar og þá en Sveinn Jonni hafi neitað því og lokið samtalinu með þessum kriptísku orðum: "Expect the unexpected".
Við hjónin erum reyndar komin með smá óþol fyrir óvæntum uppákomum því þær vilja, á þessum seinustu og verstu tímum, frekar hallast í eina átt. Ég reyndi að pumpa Jorrit um hvernig líkamstjáning og slíkt hafi verið hjá manninum en það hjálpaði ekki. Vesen með þessa norðulandabúa alltaf hreint, alltaf svo frosnir eitthvað! Geta ekki borið tilfinningar sínar á torg svo að saklausar eiginkonur geti spáð fram í tímann.
En óvissunni var eytt á mánudaginn þegar búralegur Jorrit kom heim. Vegna óviðráðanlegra aðstæðna vantar flugskólanum í Noregi yfirjarðskólakennara. Og þeim lýst greinilega svo yfirmáta vel á Jorrit, (ég lái þeim svosem ekki en ég er hlutdræg) að þó hann sé ekki einu sinni með viðeigandi próf, þá bauð Sveinn Jonni honum starfið.
Og hverju breytir það?
Jú, núna er planið að troða mínum heittelskaða í gegnum öll próf sem fyrst og þegar það er búið flytja til Noregs. Það myndi gerast, að öllum líkindum, í júní. Það passar fínt. Magni getur klárað skólann, við getum skotið honum til Íslands og svo flutt. Er í raun miklu betra en að vera að flytja í september.
Og ég verð nú að viðurkenna að ég syrgi það ekki að vera styttra í landi hinna frjálsu en áætlað var.
En að öðru:
Jorrit er ekki mikið að vinna þessa viku. Í gær ákváðum við að fara aðeins og vesenast með bílinn og versla. Þar sem líklega værum við ekki komin heim áður en Magni kæmi úr skólanum, ákváðum við að hafa hurðina opna og skila eftir skilaboð. Þegar við vorum á leiðinni heim, klukkan 4 eða 2 tímum eftir að skólinn var búinn laumast út úr Jorrit að hann sé ekki viss um að hann hafi læst eða ekki. Og jú, þegar við komum heim var allt læst og ekkert barn sjáanlegt. Sem betur fer fannst frekar fúll drengur fljótlega. Þá hafði hann mælt göturnar eins og umkomulaus umrenningur á meðan við vorum að dúlla okkur í Wal-Mart. Það er óhætt að segja að við vorum smá samviskubitin og barnið fékk makkarónugraut og extra lestur um kvöldið.
Samviskubitið skánaði ekki við það að hann kom með einkunnaspjaldið sitt heim í gær. Og það voru aftur bara A og B, og fleiri A en seinast. Og við læstum hann úti!
Vonda, vonda fólk!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)