Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Thank you for smoking

Við erum núna önnum kafin við að flytja inn í nýju íbúðina okkar.

Það mætti halda að flutningur inn  í nýja íbúð væri nú ekki mikið mál fyrir okkur skötuhjúin, svona þar sem við eigum afskaplega takmarkað af dóti hérna í Noregi. En þessi flutningur tekur heldur lengri tíma en ætlað var.

Íbúðin sem við leigðum er ágæt. Með öllum húsgögnum sem þarf, 2 svefnherbergjum og  útsýni. Gallinn við hana er að eigandinn reykir. Og ekkert smá!

Þannig að íbúðin er reyktari en þingeyst hangikjöt. 

Sem betur fer fengum við afslátt af leigunni út af því að það vannst ekki tími til að þrífa áður en við fengum lyklana.

Svo helgin hefur farið í að þrífa alla veggi og loft, gluggatjöld og bara allt annað sem okkur datt í hug inni.

Þó að þessir venjulegu skítugu hlutir eins og eldhúsinnréttingin hafi verið í þokkalegu lagi þá voru veggirnir og loftin ansi skrautleg. Sérstaklega þar sem líklegt er að fólk hafi setið og reykt.

Það er ekki oft sem ég hef séð að það komi rönd þegar moppu er brugðið létt á þessa fleti en þannig var ástandið við sófann, yfir stofuborðinu og í eldhúskróknum. Alveg yndislegt!

Núna erum við búin að þrífa en erum að leggjast aðeins meira upp á Svein Jonny því að það er hvorki sjónvarp né net komið í íbúðina ennþá.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband