Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Illu er best af lokið
14.1.2010 | 14:43
Jæja, best er að skammast til að gera fyrstu færslu ársins. Ef kona hjakkast svona áfram þrátt fyrir algera ritstíflu hlýtur hún að finna nennuna á endanum!
Árið byrjar ofur rólega. Ég heng heima að gera nákvæmlega það sama sem ég hef verið að gera fyrir jól. En það er amk alltaf til nóg brauð og íbúðin er þokkalega hrein, sem eru ljósir blettir í tilverunni.
Það hefur verið kalt í veðri og snjór en samt heitt og snjólétt miðað við stærstan hluta norðurhvelsins. Mér skilst að það hafi nánast verið frost í Suður Flórída sem hefur verið óþægilegt sjokk fyrir íbúana.
En í svona veðri sakna ég ennþá meira hitaveitunnar heima. Sérstaklega í Mývó þar sem hitinn var innifalinn í leigunni. Ahh...
Að minnsta kosti mæli ég ekkert sérstaklega með risastórum svaladyrum úr áli við þessar aðstæður.
En veðrið hefur verið fallegt. Bleikt og þannig. Eftir að það snjóaði um daginn komu afskaplega fín grílukerti á húsin svo að sum litu út þannig að konu langaði til að bíta í þau. Svona í tilefni jólanna.
Hér er eitt sætt:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)