Færsluflokkur: Kvikmyndir
Afrek helgarinnar
29.10.2007 | 17:49
Núna er þessi sérdeilis fína helgi að baki.
Mér tókst að:
- Liggja í leti
- Laga almennilega til í:
- Stofunni
- Eldhúsinu
- Herberginu mínu
- Geymslunni
- Versla helling
- Fara í Bíó
- Spjalla uber mikið við Jorrit
Magna tókst að:
- Fá mig til að kaupa nýjan PS-leik.
Við Magni gerðumst nefnilega félagsskítar á laugadaginn (barnið reyndar gegn vilja sínum) og brenndum inn á Eyrina. Ég þurfti nefnilega nauðsynlega þangað og miðað við spá og allt virtist vera skynsamlegt að drífa sig bara. En svo kom rann sunnudagurinn upp bjartur og fagur, auðvitað.
Ef ég hefði ekki farið þá hefði örugglega verið snjókoma og allt.
En allavega:
Við brenndum inneftir og versluðum og þannig. Hittum á útsölu á tölvuleikjum í Eymundson og komum þaðan út með hinn sögufræga Lemmings. Ég var næstum búin að fjárfesta í Neverwinter Nights 2 en guggnaði á því á seinustu stund. Ég vona eiginlega pínu lítið að Valdís hafi fallið í freisni í gær...
Svo eftir verslið fórum við til Valdísar. Þar var frekar slæptur og örlítið pirraður (ég meina í alvöru örlítið ekki örlítið mikið, það var ekki urrað á okkur sko) Tryggvi. Við mæðginin og Valdís skildum hann eftir á sófanum og fórum í bíó.
Myndin sem varð fyrir valinu var (auðvitað) Stardust.
Magni hafði upphaflega ekki viljað fara á "svona textaða mynd" en eftir að hafa séð trailerinn ákvað hann að slá til.
Myndin var stórgóð. Alveg hæfilega klikkuð og svolítið ógeðsleg á köflum. Ég hugsaði stundum: "Og barnið er að horfa á þetta!" En Magni virtist taka ævintýra-ofbeldinu með ró og það sem virtist standa uppúr hjá honum var dansatriði skipstjórans.
Það er svolítið langt síðan ég las Stardust. Í minningunni var hún svona lauflétt ævintýri. Heimsmyndin einföld og allt voða bjart og fallegt. Svona þannig lagað. Vondukallarnir voða vondir og góðukallarnir ferlega góðir osfv.
Myndin er, held ég, ekki alveg endursögn af bókinni. En það er sko í fínu lagi því sagan gengur upp og er hvorki of hröð né of hæg. Ekki væmin og persónurnar eru skemmilegar. Sérstaklega gera hinir framliðnu prinsar það gott. En myndin er mun dekkri en mér minnir að bókin hafi verið. Fullt af blóði, í ýmsum litum, morð og misþyrmingar. Ekki fyrir voða viðkvæma.
Miðað við þetta þá er ég ekki viss um að ég myndi leggja í Neverwere...
"Ja, við hittumst allavega ekki á krá"
6.9.2007 | 21:47
Fór á hina stórgóðu mynd Astrópíu í gær með Valdísi systir.
Það var alveg æðisleg tilfinning fyrir mig, hlutverkaspilafríkið, að horfa á þessa mynd. Þarna var söguþráður sem ég gat algerlega fílað mig inn í. Ég hef nefnilega staðið í Nexus og séð afgreiðslumennina missa sig í yfir nærveru minni þar. Og séð pirruðu augnatillitin frá fastakúnnunum sem voru ekki með þetta sérstaka eitthvað (brjóst og sítt hár).
Og þessi myndasögu-klippingar komu afskaplega vel út að mínu mati og endirinn var alveg hæfilega sýrður.
Ég hef nefnilega verið í ófáum svona roleplaying partíum og ég veit að nördar eru ekki eins friðsamir og haldið er
Frostið í gær
17.1.2007 | 15:03
Ó já það var sko almennilega kalt í gær. Fór niður í -24°c! Ég kól næstum á nefinu á leiðinni heim og það heyrðist í gallanum eins og hann væri úr plasti. En það var hlýtt og notalegt heima þó að það væri svolítið svalt í þurrkherberginu.
Hérna má sjá frostið reyna að þrengja sér inn í Mývatnsstofu:
Kvikmyndir | Breytt 19.1.2007 kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)