Dugleg!
6.2.2007 | 09:07
Jamm, ég er loksins búin að vera dugleg og jafnvel allt að því húsleg!
Kannski er það hin rísandi sól, kannski bara hamingjan yfir því að vera laus við hausverk úr neðra sem lagði mig flata í seinustu viku.
Á fimmtudaginn fórum við Magni á Eyrina og versluðum skíði og með því. Ég verslaði líka náttborð og rúmföt í dyngjuna.
Svo lagðist ég í eymd og vesæld fram á laugadag .
En á sunnudagskvöldið skrúfaði ég náttborðin saman og í gær setti ég nýþvegin rúmfötin á rúmið. Ásamt því að þrífa húsið almennilega.
Svo að í gærkvöldið var herbergið mitt loksins orðið almennilega sætt, eldhúsið alveg yndislega hreint (meira að segja ávextir í skál á matarborðinu), gaukarnir í hreinu búri og þvotturinn samanbrotinn.
Í þessu ástandi sat ég svo og horfði á "Dead Like Me" (algerlega frábærir þættir, þessi Mason umhumhumm ). Skrifaði blogg og tölvupósta. Bloggið fór reyndar fyrir lítið þegar ég (orðin þreytt, ok það reynir á að húsmæðast) vistaði í vitlausa átt; þeas af minnispennanum í tölvuna , en tölvupóstarnir sluppu.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
ohhh... mér líður alltaf svo vel þegar ég er búin að laga til og setja hreint á rúmið. Og ekki skemmir nú fyrir að hafa ávexti í skál á eldhúsborðinu :)
Bestu kveðjur á klakann!
Elva Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.