Bissy helgi

Það verður seint hægt að segja að ég hafi ekki gert neitt um þessa helgi!

Það sem fyrir lá áður en hún hófst var vinnuheimsókn sjálfboðaliðaforingjans á föstudag til laugadags og svo þorrablót Reykhverfunga á laugadagskvöldið. Þar ætlaði ég að skemmta mér með fjölskyldunni, dansa smá og svo fara heim til mömmu og pabba. Bara alveg eins og ég hef gert á öllum þorrablótum síðan ég var 14.

Þá gerði ég ekki ráð fyrir skopskyni örlaganornanna. Blush

Við Chas vorum söm við okkur og töluðu hvort annað nánast í svefn. Bara hálfan bjór í viðbót og ég er viss um að við hefðum sofið í einni hrúgu á svefnsófanum (á platónskan, órómantískan hátt Halo). Ég var svo rétt búin að festa svefn þegar ég fékk afskaplega óvænt sms. Í staðin fyrir að segja manninum að eiga sig þá freistaðist ég til að svara kurteisislega og þá tók við klst langt session sem gerði ekkert fyrir ferskleikann daginn eftir.

Á laugadagsmorgun klifum við Chas á Fjellið og Skútustaðagígana áður en hann brunaði suður og ég heim í Heiðardalinn.

Dagurinn fór svo allur í að greina ættingjum mínum frá því hvað ég væri ægilega þreytt og syfjuð. En eftir góða sturtu og smá fegurðablund var mín orðin helvíti hress.

Kannski aðeins of hress því að guðaveigarnar runnu kannski aðeins of greiðlega niður í maga og svo út í æðakerfið. Þannig að ég get eiginlega þakkað kærlega fyrir að Hollendingurinn dansandi shanghæjaði mig heim á mettíma. Þá slúðrar fólk að minnsta kosti bara um hvar ég svaf frekar en hve ógeðslega drukkin ég var. Sick

Ég veit ekki hvort hann hafi verið jafn lukkulegur með fenginn. Mér dettur margt meira heillandi í hug en ég var á laugardagsnóttina. En hann hjúkraði mér möglunarlaust til nokkurar heilsu áður en hann skilaði mér til föðurhúsanna. Alveg ægilega indæll í alla staði. Joyful

Ég var því helst fegin að ég fékk enga heimsókn í gærkvöldi eins og hugsanlega hefði getað skeð. Því að ég og rúmið mitt vorum eitt upp úr 9. Oh hvað það var gott!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skv. samkomulag, er ég hér núna að géra athugasemd. En hvað... hugs hugs...
Hvað með þetta?
Vegna hjúkrun, finnst mér að þú átt að koma í heimsokn aftur og borða hjá mér. En ræðum meira um það þegar (ef?) þú hefur samband.
Kveðjur, Jorrit

PS ´Að shanghæja e-n´ er ekki til í Íslenska orðabókina, heldur á það að vera: neiða e-n til e-s (með brögðum). Og ég vil bera fram að það var ekki ég sem var að barmafylla þig við áfengi,  né vaknarðu á skip á leið í 6 mánaðar veiðitúr við Galapagoseyana, finnst mér ´shanghæjað´nokkuð sterkt orðað. Held að ´halda uppi´ kemur meira nálægt ;)
PPS géra þetta bara svo að fólkið í hverfinu hugsar ekki meira ílla um mig (og hinir últendingir) en þarf, sérstaklega eftir blótinu.
PPPS Alveg til í að viðurkenna að ´shanghæja´ hljómar mun betra sem söguefni. Og að að vakna í húsi útlendings má líkjast verra en 6 mánaðu túr á frýstitogara.
PPPPS Heiðbjört var ekki smá ánægd með sjálfansig þegar hún heyrði hver for heim til mín. En ekki búinn að segja henni frá hvað for fram á laugardagskvöld, heima hjá mér. Hún er enþá með svo mikið virdingu fyrir þig ;)

Jorrit (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 22:26

2 identicon

Hefur greinilega verið fjör... kannski var ágætt að vera bara í hæfilegri fjarlægð ;)

Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 10:42

3 Smámynd: Elva Guðmundsdóttir

Ok, ég er kannski að gera lítið úr þjáningum þeirra sem voru neiddir í sjómennsku austur í Asíu í gamla daga. En það lítur svo vel út ár prenti.

Annars held ég að ef einhver skuldi einhverjum mat þá er það ég þér, Jorrit, en það væri kannski bjarnargreiði þar sem eldamennska er ekki mín sterkasta hlið. Við sjáum til

Elva Guðmundsdóttir, 13.2.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband