Hvernig væri að blogga smá?!
19.2.2007 | 16:28
Það er svo merkilegt með þetta blogg-dæmi að þegar það er nánast ekkert að ske, þá renna bloggfærslurnar frá manni eins og heitar lummur, en þegar það er nóg að segja frá, þá má maður ekki vera að því að blogga.
Það er allavega afsökunin mín fyrir seinustu viku.
Virku dagarnir voru nú nokkuð venjulegir. Hangið svolítið meira í símanum en í meðalviku en ekkert svo. Ég fór reyndar á málþing á miðvikudaginn.
Helgin byrjaði með góðum kvöldmat og ennþá betri eftirmat.
Á laugadaginn var ægilega gott veður svo að frændurnir fóru með foreldra sína í sund. Magni reyndi við heimsmetið í "flestum ferðum í vatnsrennibraut í einni sundferð" en Hrafnkell virti litlu rennibrautina fyrir sér og ákvað að það væri örugglega skynsamara að fara niður í barnalaugina annars staðar. En þessir þrjósku foreldrar plötuðu hann til að prófa og hún var ekki svo slæm, svona eftir á.
Svo fórum við öll á Plaza, nýjan veitingastað sem er þar sem Pizza67 var. Þar hittum við kvefaða foreldra vora og fengum okkur alveg ágætis mat með þeim.
Eftir það var Magni sendur með greyjunum heim og við hin fórum í Aðalstrætið til að undirbúa okkur fyrir spilakvöld.
Trigger var að stjórna og tókst bara ágætlega upp. Mikið action og hann hafði af að nánast þurrka út hópinn á einum stað. Guði sé lof að við leyfum að persónurnar séu séðari en spilararnir og muni eftir að lappa upp á sig jafnóðum
Spilið dróst fram á morgun. Langt síðan slíkt hefur gerst en það er ákveðinn gæðastimpill á kvöldið. Hins vegar var ég með nokkrar svefn-klst í mínus þegar komið var að spilaborðinu svo að tíminn frá 2-5 var ansi erfiður. En þá hafði ég náð nægum dúrum til að endast til kl 7 þegar ég og rúmið mitt hittumst. En ég gat samt alveg fylgst með!! Svona eiginlega alltaf!! Ég var sko ekki alveg sofandi, bara að hvíla augun!
Athugasemdir
Já þetta var orðið algert maraþon! Ég er allavega mjög sáttur og það virðist vera sem fólk hafi skemmt sér bara bærilega og þá er markmiði mínu náð ;)
Guði sé lof gat maður sofið nokkuð frameftir áður maður lagði í hann suður... á móti kom að ég var sendur út af örkinni þegar suður var komið til að bjarga tveimur göngugörpum til byggða sem voru með dauðan bíl út í myrkrinu ;) en það var þó Volvo þannig að ég gat auðvitað ekki skorast undan þessu!
Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 17:41
Úff hvað gærdagurinn var erfiður, það sem verra var er að Hrafnkell svaf svo einstaklega illa í nótt þannig að það bætti ekki svefnskortinn. Svo mætti ég í vinnuna og það voru allir veikir, það er býsna slæmt þegar maður mætir í vinnuna og sér að maður er bæði að vinna fyrir Sigurjónu OG Kristínu (sem eru sem betur fer á sömu deild, annars hefði það verið erfitt), en þetta reddaðist allt. EN ég er samt ennþá þreytt...
Edda Rós (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:20
Já, er ekki málið að hafa smá af þessu næst?
Death by Caffeine
Valdís (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 19:21
Gæti trúað að muldar dökkar kaffibaunir og appelsínu-suðusúkkulaði væri da-BOMB ;)
Tryggvi R. Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:36
Ó, já það er örugglega málið. Og skipuleggja líf sitt betur í tilliti til svefns.
Elva Guðmundsdóttir, 20.2.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.